Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 45
Eftir Þorgním Þráinsson
allt unglingastarfið hjá KR. Síðustu tvö
árin lék ég með Gróttu/KR í 1. deild, var
einnig aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta
keppnistímabili auk þess að þjálfa 2.
flokk karla. Við urðum m.a. bikarmeist-
arar. Sem gutti var ég í marki í fótboltan-
um og er æskuvinur Andra Sigþórssonar
knattspymumanns í KR."
Árið 1994 dvaldi Ágúst í hálft ár í hand-
boltaskóla í Jótlandi. „Eg gældi snemma
við þá hugmynd að verða yngsti meist-
araflokksþjálfari landsins. Það rættist
þegar ég tók við meistaraflokki kvenna
hjá Gróttu/KR fyrir rúmum tveimur ár-
um, 19 ára gamall en þá leyfði ég einmitt
Valsstelpunum að vinna okkur í úrslita-
keppninni!"
Hvernig kom Valur
inn í myndina h já þér?
„Óskar Bjami hafði orð á því hvort ég
gæti hugsað mér að taka við meistara-
flokki kvenna. Það gerðist ekkert í mál-
inu í nokkra daga þannig að ég var í
þann mund að fara að skrifa undir
samning sem aðstoðarþjálfari Óla
Lár. hjá meistaraflokki karla í
Gróttu/KR og átti síðan að taka við
liðinu eftir tvö ár, þegar Valur hafði
samband aftur. Eg ræddi við Brynju
Steinsen sem var á leið í Val og í kjöl-
farið fylgdi Helga Ormsdóttir en hún
er örvhent skytta. Þjálfari Gróttu/KR
taldi sig ekki getað notað hana en í vet-
ur er hún markahæsti leikmaður Vals og
hefur staðið sig best allra í sókninni."
Hvernig er að fyrir einn harðasta
KR-ing sem til er að fara að þjálfa
hjá Val?
„Eg er mjög harður KR-ingur í fótbolta
en eins og staðan er í handbolta í dag er
ég bara Valsari. Fyrir nokkrum árum
hefði mér þótt fjarstæða að fara í Val en
núna ber ég miklar tilfinningar til félags-
ins, bæði meistaraflokks karla og kvenna.
Stelpumar hafa tekið mér vel og ég lít á
mig sem góðan félaga þeirra. Sumum
þjálfurum hættir til að líta þannig á leik-
menn að þeir séu í vinnu hjá þeim en ég
er bara einn af hópnum.
Þar sem ég á frænda í KR fer ég oft í
KR-heimilið til að horfa á hann æfa
handbolta. Þar núa margir mér því um
nasir að ég sé að þjálfa hjá Val. Mér
finnst margir mjög ósanngjamir í minn
garð. Eg fer sáttur frá KR og mun áreið-
anlega koma þangað aftur. KR vill ekk-
ert hafa nteð handbolta að gera en það er
þeirra mál.“
Að vera mdirbúinn og rembumn e - e* P' Uikmenn,nur
sem er reiBubúið aB sigra en ekk,u jyjjS ver3.
me5 liB sem e„ þa5 er \jndir-
Kemur samanburður upp í hugann við
það að fara frá Gróttu/KR yfir í Val?
„Það er miklu meiri metnaður hjá Val.
Héma vilja allir leggja sig fram, hér get
ég verið að þjálfa allan daginn, verið
með séræfingar og stelpurnar eru tilbún-
ar að leggja allt í sölumar. Eg er í fullu
starfi hjá Val, alltaf til reiðu og hef ekki
áhuga á að vera að vinna allan daginn og
„droppa“ svo inn í þjálfun. Annað hvort
gefur maður sig í þetta eða ekki. Eg tel
að ég hafi haft gott af því að breyta um
umhverfi því mér fannst ég vera á
ákveðnum krossgötum. Eg átti gott sam-
starf við góða stjómarmenn Gróttu/KR
en vildi einfaldlega prófa eitthvað nýtt."
Hefur Valsliðið staðið
undir væntingum í vetur?
„Eins og staðan er í dag erum við búin
að tapa 5 stigum sem ég tel reyndar 4
stigum of mikið en ég er alls ekki ósáttur
við liðið. Deildin er svo rosalega
jöfn að maður verður að vera á
tánum allan tímann. Ef maður
missir einbeitinguna eitt augna-
blik eða slakar á missir maður af
lestinni.“
búningur byrjar einbeiting a . . hu„sun,
sumartínunn, ajmgÆ,’skreftil að taka framforum.J . andslæB.
ingu sem mjog m1 J ar, vita hvernig þú adiar a á æf_
öskrin í klefanum 5 minutu fi> a„,
undirbúið undir stgur/bpng
ekki einm
einbeiting á œfmgum
Pat Riley
Meistaraflokkur kverma 1999-2000 er til alls líklegur í vetur. Aftari röð frá vinstri:
Agúst Jóhannsson þjálfari, Björg Guðmundsdóttir liösstjóri, Sonja Jónsdóttir, Helga
Ormsdóttir, Gerður B. Jóhannsdóttir, Eivor Pála Blöndal, Brynja Steinsen (fyrirliði),
Eygló Jónsdóttir, Hafrún Kristjánsdóttir, Marin Sörens Madsen, Kolhrún Franklín,
Guðmundur Arni Sigfússon aðstoðarþjálfari, Olafur Halldórsson sjúkraþjálfari.
Fremri röðfrá vinstri: Sigurlaug Rúnarsdóttir, Arna Grímsdóttir, Berglind Hansdóttir,
María Magnúsdóttir, Alda Jóhannsdóttir, Lilja Valdimarsdóttir, Elísa Sigurðardóttir.
Hverjir eru möguleikar
ykkar á titli?
„Eins og staðan er í dag geta
átta lið orðið Islandsmeistarar.
Eg hef fulla trú á okkur og væri
ekki í þessu nema ég teldi að
Valur gæti orðið meistari. Auð-
vitað lofar maður engu í íþrótt-
um en ég er sannfærður um að
við verðum efst í lokin. Tveir lykilmenn
í liðinu eiga eftir að ná sér á strik og ég
veit að þær gera það. Sumar eiga hrein-
lega eftir að springa út. Við misstum þrjá
lykilleikmenn úr vörninni eftir síðasta
tímabil og í dag erum við að spila 3-2-1
vamarleik sem er mjög „agressívur“
vamarleikur en höfum að sjálfsögðu
fleiri varnarútfærslur. Að mínu mati er
Eivor Pála Blöndal besti vamarmaður
deildarinnar í dag og leysir vel það skarð
sem Þóra B. Helgadóttir skildi eftir. Val-
ur hefur ekki haft örvhentan leikmann
síðastliðin þrjú ár þannig að sóknarleik-
urinn á eftir að aðlagast því betur. Ég tel
að leiðin liggi einvörðungu upp á við.“
Hvernig er „standardinn“ í deildinni?
„Frá því ég fór að fylgjast með boltaí-
þróttum kvenna hefur verið talað um að
kvennaboltinn sé á uppleið. Ég hef samt
aldrei séð neinar framfarir. Reyndar
45