Valsblaðið - 01.05.1999, Page 31

Valsblaðið - 01.05.1999, Page 31
Starfið er margt þrjá leikina í fyrra og Júlíus Jónasson sem hefur verið atvinnumaður frá árinu 1989. Júlíus er mikil lyftistöng fyrir Val og ungu drengina en hann er duglegur að miðla til þeirra reynslunni sem hann öðl- aðist í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og á Spáni. Einnig fengum við Valsmenn Sig- urgeir Höskuldsson aftur frá Gróttu/KR en þar var hann á lánssamningi. Sigur- geir hefur ekkert leikið með okkur fyrir jól sökum anna í læknisfræði en vonandi kemur hann ferskur inn eftir áramót. Bestu leikmenn meistaraflokkanna: Erlingur Richardsson og Gerður Beta Jó- hannsdóttir 2. flokkur karla Flestir leikmenn flokksins voru á yngra ári ('80) og enn í 3. flokki en aðeins einn leikmaður var á elsta ári ('79). Veturinn gekk vel fyrir sig og drengimir æfðu mjög vel en uppskáru samt ekki titil. Þeir duttu út í undanúrslitum í bikar og enduðu í, þriðja sæti á íslandsmótinu. Margir drengir úr þessum flokki eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Þjálfarar flokksins: Boris Bjami, Oskar Bjami og Brynjar Karl Leikmaður flokksins: Bjöm Oli Guðmundsson Ahugi og ástundun: Atli Rúnar Steinþórsson Framfarir: Benedikt Ólafsson 2. flokkur kvenna Framan af vetri virtist sem stúlkurnar í 2. flokki ætluðu að valta yfir önnur lið, slíkir voru yfirburðir liðsins. Liðið varð deildarmeistari en tapaði úrslitaleik á Is- landsmótinu gegn FH þar sem dómarar leiksins komu mikið við sögu. Þeir gáfu meðal annars Boris Bjama rauða spjald- ið á lokamínútum leiksins en þannig komst FH yfir. Flokkurinn samanstóð af mörgum efnilegum stelpum sem hefðu viljað kveðja yngri flokkana með sigri og vinna þannig titilinn til baka sem þær unnu á eftirminnilegan hátt árið 1997 undir stjóm Karls Erlingssonar. Þjálfari flokksins: Boris Bjami Leikmaður flokksins: Hafrún Kristjánsd. Ahugi og ástundun: Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir Framfarir: Kristín Geirarðsdóttir 3. flokkur karla Flokkurinn bar uppi 2. flokkinn og í ár em nokkrir að berja á dymar í meistara- flokki. Veturinn var þeim góður því þeir urðu deildar-, bikar og íslandsmeistarar. Þessi flokkur er einn sá efnilegasti sem komið hefur fram í mörg ár og virðist sem það komi upp svona fjölmennir og hæfir einstaklingar hjá Val á um 7-8 ára fresti. Drengirnir lögðu einnig mikla vinnu á sig og það er það sem telur en þeir, ásamt 2. flokki karla og 3. flokki kvenna, æfðu um 5-6 sinnum yfir allt sumarið undir stjóm Brynjars Karls. Þjálfarar: Óskar Bjami, Boris Bjami og Brynjar Karl Leikmaður flokksins: Snorri Steinn Guðjónsson Ahugi og ástundun: Fannar Öm Þorbjömsson Framfarir: Ólafur Haukur Gíslason 3. flokkur kvenna Það var sama uppskera hjá stelpunum og strákunum, þær unnu þrefalt. Stelpumar sýndu mikla samstöðu yfir veturinn og sönnuðu 2. og 3. flokkamir að Valur þarf ekki að kvíða framtíðinni í kvennamál- unum. Úrslitaleikurinn gegn KA var mjög spennandi og voru KA stelpurnar yfir í hálfleik en Valsstelpurnar unnu svo í framlengdum leik. Þjálfariflokksins: Erlingur Richardsson Leikmaður flokksins: Marin Sörens Ahugi og ástundun: Kolbrún Franklín Framfarir: Lísa Njálsdóttir 4. flokkur karla Árið 1998 vann 4. flokkurinn þrefalt en á síðasta vetri var uppskeran ekki sú sama enda flokkurinn mjög fámennur. Strákarnir sem æfðu voru reyndar mjög duglegir og þar leynast 2-3 drengir sem eiga eftir að ná mjög langt. Þjálfari flokksins: Zoran Despotovic. Þrefaldir meistarar í 3.flokki í handholta 1999. Aftari röðfrá vinstri: Axel Stefánsson einn af þjálfurunum, Brynjar Karl Sigurðsson varnarþjálfari, Arnar Þór Friðgeirsson, Markús Máni Mikaelsson, Ragnar Þór Ægisson, Erlendur Egilsson, Snorri Steinn Guðjóns- son, Jón Þór Þorvarðarson, Styrmir Orn Hansson, Haraldur Harri Kristjánsson, Oskar Bjarni Oskarsson þjálfari. Frernri röð: Ægir Þór Ægisson vatnsberi, Davíð Höskuldsson, Benedikt Olafsson, Fannar Orn Þorbjörnsson fyrirliði, Olafur Gísla- son, Sigurður Eggertsson, Arni Huldar Sveinbjörnsson. Valsblaöið 1999 31

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.