Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 11

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 11
Ettir Þorgrím Þráinsson Þeir metnaöargjörnu tækifæri Ejub Purasevic en nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Hann tók hlutina töstum tökum frá upphafi. Ejub er 31 árs gamall Bosníumaður og flutti til íslands árið 1992. Hann lék fyrstu tvö árin með HK en var ráðinn þjálfari Sindra frá Homafirði 1994 og lék jafnframt með liðinu. Ejub varð markahæsti leikmaður 3. deildar og skor- aði 17 mörk. Arið 1996 stýrði hann Sindra til sigurs í 3. deild en ári síðar þjálfaði hann Reyni Sandgerði auk þess að leika með liðinu. Árið 1998 réð hann sig aftur til Sindra og kom liðinu strax upp í 2. deild. Sumarið 1999 hélt liðið áfram að koma á óvart með því að tryggja sér sæti í 1. deild næsta sumar. Liðið fékk aðeins á sig 7 mörk í deildar- keppninni. Ejub er feiknasterkur leik- maður og hefur leikið flestar stöður á vellinum. Þeir sem hafa fylgst með Ejub á æfingum sjá að hann er mikill fagmað- ur og lætur verkin tala. Það er gaman að ræða við hann um knattspymu og ef hugmyndir hans ná fram að ganga liggur leiðin bara upp á við. En hann þarf tíma og stuðning. „Eg er mjög ánægður að vera kominn til Vals,“ segir Ejub. „Valur er stórt félag og ég lít á það sem gott tækifæri að fá að þjálfa hjá Val. Ég finn fyrir því að fólk sem tengist félaginu er tilbúið að leggja mikið á sig til að hefja knattspyrnuna aftur til metorða." Um þessar mundir æfa rúmlega 20 strákar með meistaraflokki en Ejub sér einnig unt 2. flokk þar til ráðinn hefur verið þjálfari fyrir flokkinn. Hann segir aðspurður að hann sé ekki farinn að velta því fyrir sér hvort þessi mannskapur sé nægilega sterkur til að koma Val aftur í úrvalsdeildina. „Það sem skiptir mestu máli er að búa til lið. Það er ekki nóg að vera með góða leikmenn ef þeir eru ekki sterkir persónuleikar. Einn til tveir leik- menn geta eyðilagt stemmningu í góðu liði með neikvæðni og baktali, kannski Ejub segir að margir góðir einstaklingar séu ekki endilega lykillinn að velgengni liðs. af því að þeim gengur sjálfum ekki nógu vel og eru ekki nógu sterkir karakterar til að takast á við það. Leikmenn þurfa að hafa það sameiginlega markmið að spila og vinna fyrir Val og leggja sig alltaf fram en ekki klæðast Valsbúningi til að sýn- ast. Ég hef ekkert að gera við slíka leik- menn. Ef Valur ætlar að búa til öflugt lið þarf að koma til samstillt átak leik- manna, þjálfara, stjómar og áhorfenda. Margir samverkandi þættir geta skapað umhverfi sem er gaman að vinna í og er vænlegt til árangurs. Agi skiptir miklu máli ef árangur á að nást. Menn eiga einnig að taka hverja æfingu eins og um leik sé að ræða því annars mun þeim ekki fara fram. Þeir sem eru ekki á tán- um á æfingum munu ekki standa sig í leikjum. Það væri ósköp þægilegt fyrir mig að halda öllum kátum og leyfa mönnum að komast upp með hvað sem er. Slíkt skilar bara engum árangri. Menn verða að gera sér grein fyrir því hvað þeir þurfa að gera til að ná því besta út úr sér. Þetta er stöðug vinna, agi og ein- beiting.“ Hvernig eru leikmenn 2. flokks? „Hópurinn er fámennur sem stendur en sumir eiga ansi langt í land með að skilja hvað þeir þurfa að leggja á sig ef þeir ætla sér einhverja framtíð í fótbolta. Ég ætla ekki að eyða heilu æfingununt í að klappa mönnum á bakið svo að þeir komi örugglega á næstu æfingu. Ungir leik- menn f dag verða að gera sér grein fyrir því að möguleikamir á því að komast í atvinnumennsku eru miklir. Og það era heilmiklir peningar í spilinu. En menn sem mæta á æfingar með hendur í vösum og halda að allt komi af sjálfu sér ættu að snúa sér að einhverju öðru.“ Ætlarðu að spila sjálfur? „Ef ég kemst í liðið! Þjálfunin hefur al- gjöran forgang hjá mér og þar af leiðandi er ekki svo auðvelt að vera í formi. Síð- astliðin ár hef ég ekki verið í nema 40% fomti en samt verið að spila." Megum við búast við að fá leikmenn frá útlöndum? „Það er verið að skoða þau mál. Mig langar hins vegar mest til að gefa ungum Valsmönnum tækifæri til að sanna sig. Margir þeirra eru tilbúnir en ef við ætl- um að auka líkur okkar á fara upp í úr- valsdeild væri æskilegt að fá tvo reynslu- ntikla leikmenn. Til að komast upp úr 1. deild þarf að vinna 12-13 leiki og það er hægara sagt en gert. Það er löngu ljóst að lið fara ekki upp um deild með marga góða einstaklinga, heldur með gott lið. Skýrasta dæmið er Þróttur Reykjavík og KA síðastliðið sumar. Bæði skipuð sterk- um leikmönnum en samt voru þau nijög nálægt því að falla.“ ValsblaOið 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.