Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 26
5. flokkur í góðum höndum Ósk-
ars Bjarna og Björns Óla Guð-
mundssonar.
Árangur Öskars sem leikmaður í yngri flokkunum:
5 sinnum Islandsmeistari
1 sinni bikarmeistari
5 sinnum Reykjavíkurmeistari
atvinnumennsku og fara að þjálfa eða
spila. Ég finn þetta líka hjá Geira og
Júlla.“
Að hvaða leyti?
„Það búast allir við svo miklu af þeim og
þeir koma sjálfir heim með ákveðnar
væntingar eftir að hafa æft úti með at-
vinnumönnum og getað einbeitt sér alfar-
ið að því. Það er hægara sagt en gert að
kúpla sig skyndilega inn í íslenskt um-
hverfi og nýjan hugsunarhátt. Menn vita
ekki alveg í hvom fótinn þeir eiga að
stíga í ýmsum málum. Líkamlega eru Júlli
og Geiri þvílíkt sterkir en þeir eldast eins
og aðrir. Júlli á bara að stefna á að gera
sín 4—5 mörk í leik en ekki tvöfalt
fleiri. Það myndi skila liðinu miklu
meiru. Kannski finnst honum
hann þurfa að gera meira og að
áhorfendur geri kröfur til þess.“
Hversu miklu máli skiptir að
vinna til titla í yngri flokkunum?
„Það er alltof mikið lagt upp úr því
að vinna en ég er samt örugglega
tapsárasti maður í heimi. Ég á
það lil að brjálast í borðtennis.
Stundum þarf ég að sitja á mér í
leikjum yngri flokkanna en mér
finnst mikilvægt að krakkamir
læri að vinna og kunni að tapa.
Að sigra er ekki allt en að vilja
sigra skiptir höfuðmáli. Það er
ekkert mál fyrir mig að vinna all-
ar dollur í 5. flokki karla ef ég
stilli því þannig upp. Strákarnir
gætu staðið uppi sem kóngar
eftir einn vetur og ég þakkað
fyrir mig og farið eitthvað ann-
að. Nokkrum árum síðar gætu
þessir sömu strákar verið eins og
villuráfandi sauðir. Það er ómögu-
legt að segja til um það í 5. flokki
karla hverjir eru bestir. Valur Örn,
sem er einn besti sóknarmaður í Nissan-
deildinni, kom inn í 2. flokk hjá Val á
sínum tíma. Hann var hvorki tilbúinn
vamarlega né líkamlega og þótt hann
hefði frábæra tækni var hann yfirleitt
varamaður. Seinna tók hann að blómstra.
Þetta segir manni að maður eigi að hlúa
jafn vel að öllum.“
Hverjir eru þínir
lærimcistarar í boltanum?
„Þeir eru svo ofsalega margir. Theodór
Guðfinnsson var með okkur í 8 ár og var
í raun eins og bróðir okkar allra. Síðan
Titlar Óskars með meistaraflokki:
2 sinnum Islandsmeistari
I sinni bikarmeistari
Aðrar viðurkenningar:
2 sinnum Beneluxmeistari með
U-16 ára landsliði íslands
Besti sóknarmaðurinn á Beneluxmótinu 1989
Knattspyrna:
1 sinni íslandsmeistari
Kosinn besti leikmaðurinn
á Ian Rush Toumament með Fram í Wales ’87
Titlar sem þjálfari:
27 titlar sem aðalþjálfari á 5 árum
með góðri hjálp frá Boris, Brynjari Karli,
Jóni Halldórs., Einari Blöndal, Davíð Ólafs. og fleirum
3 titlar sem aðstoðarþjálfari
var ég hjá Tobba Jens. sem var alveg
eins og Teddi, hélt vel utan um allt og
var alltaf að bjóða okkur heim. Konan
hans var eins og mamma okkar, hjálpaði
okkur í skólanum og fleira. Hjá Tobba
hafði það algjöran forgang að standa sig
vel í skólanutn. Ef menn voru ekki að
vinna eða í skóla varð hann mjög reiður.
Þrátt fyrir þessar áherslur stóð Tobbi
alltaf uppi sem sigurvegari með sín lið.
Hann lét verkin tala í stað þess að vera
stöðugt að blaðra. Ég var eitt ár hjá Al-
freð Gíslasyni og fann það þá hversu
erfitt það getur verið að koma heim úr
Hvernig var Boris?
„Ég væri varla að þjálfa ef ég
hefði ekki kynnst honum. Auk allra
hinna sem ég hpf nefnt og skipta
mig miklu máli bætist Boris Bjami
við. Allar tækniæfingar hans, ein-
staklingsþjálfunin, hvemíg hann
tók menn í gegn án þess að særa þá
og allt ferlið hjá honunr er með
ólíkindum. Hann er besti einstak-
lingsþjálfari sem ég hef nokkru
sinni komist í tæri við. Öll hans
lögmál varðandi lífið og tilveruna
staðfesta hvað Boris er klár maður
og mikill Valsari. Hann tók mig oft
í gegn þegar ég var liðsstjóri meist-
araflokks, aðeins 23 ára og stjóm-
aði innáskiptingum. Hann fór ekki
leynt með það þegar hann taldi að
ég væri ábyrgur fyrir tapi. Og
hann rökstuddi mál sitt fullkom-
lega. Hann talar aldrei í bakið á
leikmönnum og faðmar þá oft eft-
ir að hafa skammað þá.“
Óskar fer líka fögrum orðum um
Valdimar Grímsson sem þjálfara en Ósk-
ar var aðstoðarþjálfari hans um skeið.
„Valdi er þvílíkur þjálfari. Ég lærði rosa-
lega mikið af honurn, ekki síst af því
hann er svo mikill sigurvegari. Einn vet-
urinn vorum við með 11. besta 5. flokk-
inn á landinu en unnum samt. Valdi lét
strákana alltaf æfa oftar en hin liðin og
hann bjó til markmann og guðmávita-
hvað. Hann húðskammaði strákana og
Iét mig síðan um að peppa þá upp. Það
er viss línudans að halda ákveðinni fjar-
lægð frá iðkendum en vera samt vinur
26
Valsblaðið 1999