Valsblaðið - 01.05.1999, Side 6

Valsblaðið - 01.05.1999, Side 6
 Júlíus er fyrirmynd margra ungra hand- boltaiðkenda, bœði innan vallar sem utan, enda traustur og áreiðanlegur per- sónuleiki sem leggur sig alltaffram. missa af neinni lest þótt þeir ljúki há- skólanámi áður en þeir fara að skoða til- boð alvarlega.“ Hvaða atvik úr boltanum koma ofast upp í hugann? „Titlamir með Val, B-keppnin í Frakk- landi, Evrópumeistaratitillinn með Val- encia og Olympíuleikamir í Barcelona 1992. Þar lentum við í 4. sæti og tapið gegn Frakklandi situr enn í mér. Það var mjög sárt að missa af bronsinu. Heims- meistaramótið í Kumamoto stendur líka upp úr en þar lentum við í 5. sæti. Þetta voru topparnir með landsliðinu.“ Hverjir eru eftirminnilegustu „karakterarnir“ út boltanum? „Af þessum „gömlu“ dettur mér Einar Þorvarðarson og Siggi Sveins. helst í hug. Af hinum yngri má nefna Valdimar Grímsson. Hann gefst aldrei upp og það er ótrúlega gaman að spila með honum,“ segir Júlíus að lokum. Eins og undanfarin ár var íþróttamaður Vals útnefndur í hádeginu á gamlársdag. Var þetta í áttunda sinn sem útnefningin fór fram. Það kom fáum á óvart að Guð- mundur Hrafnkelsson markvörður Vals í handknattleik hlaut útnefninguna. Guð- mundur hefur verið landsliðsmarkvörður Islendinga undanfarin ár og ávallt staðið sig mjög vel. Þetta var í annað sinn sem Guðmundur hlaut þennan eftirsótta titil, en áður hlaut hann titilinn árið 1993. Eft- ir síðasta leiktímabil bauðst Guðmundi að gerast atvinnumaður í íþrótt sinni í Þýska- landi með liðinu Nordhom og eftir að hafa skoðað aðstæður hjá þeim ákvað hann að slá til og flytjast búferlum til Þýskalands eins og margir aðrir góðir Valsmenn hafa gert. Við óskum Guðmundi og hans fjöl- skyldu, alls hins besta á erlendri grund og við vitum að hann stendur sig vel þar eins og hjá okkur að Hlíðarenda. Iþróttamaður Vals 1998 Vínabréf Þetta er saga af liiium dreng sem var sérlega geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjóm á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins. Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikumar- lærði hann að hafa stjóm á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnk- aði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjóm á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna. Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínurn þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvem þann dag sem hann.hefði stjóm á skapi sínu. Dagamir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir. Fað- irinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hef- ur staðið þig með prýði, en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og nagl- amir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur úr sár- inu, en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar, örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör. Vinir eru sjaldgæfir eins og dem- antar. Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér. Sýndu vinum þínum hve mikils þú metur þá Qg sendu þeim þetta bréf. Það getur vel verið að þú fáir bréfið til baka og þá finnur þú að þeir meta vináttu þína. Þá hefur þú safnað um þig vinahring. 6

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.