Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 44

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 44
Valsmaðurinn! Gústi ásamt hinum föngulega og feiknarsterka l.flokki í handbolta. „Að klikka að undirbúa sig er undir- búningur undir klikk," segir Ágúst Júhannsson þjálfari meistaraflokks og 3. flokks kvenna í handbolta. Hanu er einnig aðstoðarþjálfari 2. flokks. Ágúst á sér stúran draum! „Þegar það kom í blöðunum að ég hefði verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Vals í handbolta kvenna hefur rúmlega 90% af því fólki sem þekkir mig haldið að Valsmenn væru orðnir klikkaðir,“ segir Agúst Jóhannsson og stekkur ekki bros. „Það er svo sem ekkert skrýtið því ef ég er ekki að þjálfa er ég í tómum fíflagangi. En ég er allt annar maður sem þjálfari.“ Vinir Gústa þjálfara brugðust við á svipaðan hátt. Þeir töldu hann bilaðan að taka að sér meistaraflokk kvenna og bentu honum á að hann væri yngri en flestir leikmenn liðsins. „Rússinn í Vals- liðinu hló í 10 mínútur þegar hún sá hvaða ár ég var fæddur en aldur skiptir mig engu máli. Ég hef stjórnunarhæfi- leika og það skiptir máli en ekki aldur- inn. Ég ber virðingu fyrir leikmönnum og tel það gagnkvæmt. Ég set ákveðnar vinnureglur og vil að farið sé eftir þeim. Ef maður ætlar að ná árangri er agi lykil- orðið en samt reyni ég að setja sem fæst- ar reglur. Ég vil að stelpurnar móli regl- umar sjálfar. Sem þjálfari hef ég tekið mikið upp eftir Willum Þór Þórssyni og Luca Kostic. Þeir hafa mikinn aga að leiðarljósi sem þjálfarar og ég ber virð- ingu fyrir þeim.“ Það má með sanni segja að Ágúst Jó- hannsson, einn heitasti stuðningsmaður knattspymuliðs KR á þessari öld, hafi nú þegar sett mark sitt á Val með ýmsum hætti. Sumir vilja meina að það vanti á hann hljóðkútinn en það fer ekki framhjá neinum að Gústi er án efa einn af efni- legustu þjálfurum landsins og þótt víðar væri leitað. Og hann er ekki nema 22 ára. Búningsklefi meistaraflokks ber þess merki að þjálfarinn er fagmaður en á veggjunum má sjá ýmsar fleygar setn- ingar og ráð tengdar því að ná árangri sem íþróttamaður og einstaklingur. Þar stendur meðal annars: • Að vinna er ekki allt en að vilja vinna er lykillinn að árangri. • TÆKIFÆRIN: Byrjum á byrjuninni, einn leik í einu, stoltið vinnur með okkur. • LYKILATRIÐIN: Yfirvegun, áhugi, einbeiting, agi, sjálfstraust, stöðugleiki, leikgleði, frumkvæði. Stoltir Valsarar. • MISTÖK: Stofnandi IBM sagði að mistök væru undanfari velgengni. Það er í lagi að gera mistök ef við viður- kennum þau, leiðréttum þau og lærum af þeim. Ef við gerum það ekki verða mistökin að mistökum í 2. veldi. Edi- son gerði ekki 9000 misheppnaðar til- raunir til að finna upp Ijósið heldur 9000 tilraunir hvemig hann ætti ekki að framleiða ljós. Þeir bestu gera mis- tök en læra af þeim. • UNDIRBÚNINGUR: Að klikka á að undirbúa sig eru undirbúningur undir klikk. Það lýsir metnaði Gústa kannski best að fyrir þremur árum fékk hann að vera á bekknum hjá hverjum einasta þjálfara í 1. deild í handbolta og taka þátt í undir- búningum fyrir leiki. Hann fylgdist sömuleiðis grannt með aðferðum Atla Eðvaldssonar hjá KR á þessu ári. Gústi er alæta á bækur og annað efni sem við- kemur þjálfun og því að ná góðum ár- angri í lífinu. „Sá þjálfari sem ég hef verið hvað hrifnastur af síðustu árin er Guðmundur Guðmundsson,“ segir Ágúst. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum og er hrifinn af þeim aðferðum sem hann beitir sem þjálfari. Hann bar af hvað varðar skipulag og aga þegar ég var á „rúntinum“ á milli liða til að fylgjast með.“ Hvað varð þess valdandi að þú snerir þér að þjálfun, bráðefnilegur handboltaguttinn? „Það er svo skrýtið að þegar ég var í 6. flokki í handbolta var ég með það á hreinu að ég vildi verða þjálfari í fram- tíðinni, Ég sagði þetta við foreldra mína og félaga, jafnvel þótt ég teldi mig eiga framtíð fyrir mér sem handboltamaður. Þegar ég lék með 5. flokki var ég orðinn aðstoðarþjálfari í 6. flokki og pældi mik- ið í þeim þjálfurum sem ég umgekkst. I 4. flokki var ég síðan orðinn aðalþjálfari og síðustu 6-7 árin hef ég nánast séð um 44 Valsblaðið 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.