Valsblaðið - 01.05.1999, Side 50

Valsblaðið - 01.05.1999, Side 50
Hmfurinn i blessaðri Bukollu! Leyndardómuninn aö baki glæstum árangri 2. ilokks kvenna í knattspyrnu Ásgeir Heiðar Pálsson er þjálfari 2. flokks knattspymukvenna en flokkurinn náði glæstum árangri árið 1999, náði í fimm titla með sigrum í Faxaflóamótinu, Reykjavíkurmótinu, bikarkeppninni, fs- landsmótinu og á Haustmóti KRR. Ás- geir hefur víðtæka reynslu af þjálfun en hann hefur m.a. þjálfað meistaraflokka kvenna hjá Stjömunni, Þór, Rásunda IS í Stokkhólmi og FH. Þjálfaraferill Ásgeirs hófst hjá Stjömunni í Garðabæ árið 1984 en Ásgeir var frumkvöðull að stofnun kvennaknattspymu þar og þjálfaði Stjöm- una fyrstu þrjú árin. Þú hlýtur að vera ánægður með uppskeru sumarsins? „Ég er alsæll með uppskeruna enda ekki annað hægt. Fimm titlar í hús er glæsi- legur árangur og engin ástæða til að vera með einhverja feimni útaf því. Tímabilið í heild sinni var mjög skemmtilegt og sérstaklega gaman að þjálfa þessar stelp- ur. Þær sýndu og sönnuðu að þær voru besta liðið og hafa efni á að vera stoltar af sjálfum sér. Hins vegar var ég óá- nægður með hversu fáar stúlkur úr 2. flokki fengu tækifæri með stúlknalands- liðum íslands. T.d. áttum við bara tvo fulltrúa í undir 17 ára landsliðinu á með- an sum önnur lið áttu þrjá. Sömu sögu er hægt að segja af 18 ára landsliðinu sem fór til Sviss í haust. Þar áttum við þrjár stelpur á meðan Breiðablik var með fimm. Þetta þótti mér merkilegt í ljósi þess að við unnum öll mótin hér heima á liðnu sumri. Þetta skyggir þó ekki á ár- angurinn hjá okkur, hann var glæsileg- ur.“ Hverju þakkarðu þann árangur sem náðist? „Fyrst og fremst frábærum mannskap. Flokkurinn var mjög móttækilegur fyrir árangri með 2.flokk í sumar. allri leiðsögn og stúlkurnar voru tilbúnar að leggja á sig mikla vinnu. Við æfðum stíft fimm til sex sinnum í viku og ástundun var með miklum ágætum. Markmiðið var alltaf að vinna öll mótin og við undirbjuggum okkur með það að leiðarljósi. Stelpurnar gerðu sér grein fyrir að það þarf kjark til að vera sigur- vegari. Það kostar fómir og mikla vinnu. Síðast en ekki síst þá þarf að hugsa og lifa sem sigurvegari. Þetta gerðu stelp- umar og orðið tap var hvorki til í þeirra orðaforða, né mínum. Þetta sést best á þeim leikjum þar sem við lentum undir. Þá var bara byrjað á miðju og unnið sig inní leikinn að nýju. Hópurinn var sér- staklega samheldinn og jákvæður og vel að þessum sigrum kominn.“ Hefur knatttækni ungra stúlkna batnað á síðustu árum? „Tvímælalaust. Stelpur byrja að æfa fyrr en áður þekktist og öll grunnþjálfun er markvissari. Það og fleiri æfingatímar á viku hafa skilað sér í aukinni fæmi hjá stelpunum, ekki bara hvað varðar tækni heldur einnig leikskilning og líkamlegt form.“ Má ekki alltaf reyna að gera betur? Með meiri kröfum um ástundun, fleiri æfingum, með tilliti til árangurs, m.a. við erlend lið? „Það er alltaf hægt að gera betur og eins og svarið hér á undan ber með sér þá eiga fleiri æfingar að skila sér í auknum framförum. En til að fjölga æfingum þarf að skoða aðstöðuna. Nú er komin flóð- Stelpurnar í 2.flokki láta ekki deigan síga í vetur. Æfa skal þótt þótt Kári blási. 50 Valsblaðið 1999

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.