Valsblaðið - 01.05.1999, Side 20
Ársskýrsla
körfuknattleiksdeildar
veturinn 1998-1999
Breytingar urðu í stjórn körfuknattleiks-
deildarinnar er Ásta Magnúsdóttir, Dag-
ný Lárusdóttir og Torfi Magnússon
gengu úr stjóm. Eru þeim færðar þakkir
fyrir þeirra störf í þágu deildarinnar og
félagsins undanfarin misseri. Ný stjórn
hefur verið mynduð og er þannig skipuð:
Hannes Birgir Hjálmarsson, formaður
Gísli Björnsson, varaformaður
Svali H. Björgvinsson
Ragnar Þór Jónsson
Sveinn Zoega
Olafur Karlsson
Pétur Stefánsson
Starf yngri flokka hefur gengið með
ágætum en Ágúst S. Björgvinsson var
ráðinn yfirþjálfari unglingaflokka og
hefur hann ásamt öðrum þjálfurum yngri
flokka unnið gott og mikið starf. Iðkend-
um hefur fjölgað um 25% í yngri flokk-
um frá síðasta tímabili. Á uppskeruhátíð
körfuknattleiksdeildarinnar eftir sl. tíma-
bil var Bergur Emilsson valinn besti
leikmaðurinn og Ragnar Niels Steinsson
efnilegastur.
Meistaraflokkur Vals í körfuknattleik
fékk það leiða hlutskipti að falla úr úrvals-
deildinni á síðustu leiktíð og leikur því í
1. deild þetta tímabil. Nýr þjálfari meist-
araflokks var ráðinn, Ellert Sig. Magnús-
son, sem hefur þjálfað hjá Grindavík
undanfarin ár við góðan orðstír auk þess
að þjálfa unglingalandslið kvenna. Mikl-
ar vonir eru bundnar við störf Ellerts og
ekkert annað en sæti í úrvalsdeild að ári
kemur til greina! Til þess þarf liðið að
komast í úrslit 1. deildar keppninnar í
vor. Samþykkt var á síðasta KKÍ þingi
að tvö lið færu á milli I. deildar og úr-
valsdeildarinnar, en fjögur efstu lið í
fyrstu deildinni leika í undanúrslitum.
Sigurvegarar úr undanúrslitaviðureign-
unum fara upp í úrvalsdeild en leika til
úrslita um titilinn í 1. deild.
Þegar þessi orð eru rituð er Valsliðið í
3.-4. sæti deildarinnar en gengi liðsins
hefur verið ansi brokkgengt. Liðið hefur
7. og 8.flokkur Vals í köifubolta 1998- 99 (strákar fœddir '85 og ’86). Aftari röðfrá
vinstri: Agúst Sigurður Björgvinsson þjálfari, Baldvin Dungal, Alexander Dungal,
Gunnar Arnórsson, Albert S. Oskarsson, Atli Antonsson, Helgi G. Gunnarsson, Hrólfur
F. Asmundsson. Fremri röð frá vinstri: Ingólfur Magnússon, Gunnar Skúlason, Indriði
Thoroddsen, Magnús Þ. Rúnarsson, Magnús B. Guðnumdsson, Steingrímur G. Ingólfs-
son, PáU Z. Pálsson, Sveinn Einarsson, Gísli Olafsson, Víkingur Arnórsson.
ekki enn sýnt sínar bestu hliðar. Það er
von stjómar, leikmanna og þjálfara liðs-
ins að fleiri stuðningsmenn mæti á leiki
liðsins til að hvetja það til dáða.
Minni bolti eldri oy yngri
Kjartan Oddi Sigurðsson tók við þjálfun-
inni af Brynjari Karli Sigurðssyni og
Torfa Magnússyni sem þjálfaði liðið
fram í mars en Ágúst Sigurður lauk tíma-
bilinu með strákunum. Árangur liðsins
var ekki góður en leiðin liggur upp á við.
7. flokkur
Ágúst S. Björgvinsson var þjálfari 7.
flokks á sínu fyrsta ári og tók við af
Torfa Magnússyni. Liðið komst strax í
A-riðil eftir fyrsta mót og spilaði þar á
móti bestu liðum landsins. Allir leikimir
töpuðust stórt að tveimur undanskildum
sem fóru í framlengingu. Liðið féll því
aftur í B-riðil. Þegar Valur mætti síðan
sömu liðum að nýju í Reykjavíkurmót-
Viðurkenningar í 7. flokki, talið frá
vinstri: Gwmar Skúlason - mestu fram-
farir. Sveinn Einarsson - áhugi og
ástundun. Indriði Thoroddsen - áhugi og
ástundun. Alexander Dungal - mestu
framfarir.
inu vann það sig upp um 35 stig. Fram-
farirnar voru því miklar og er Ijóst að
liðið á ágætis möguleika á stórum titli
næsta vor. 7. flokkur varð í 7. sæti á ís-
landsmótinu og í 3. sæti á Reykjavíkur-
mótinu.
20
Valsblaðið 1999