Valsblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 9
Starfið er margt
Ný flóðljós voru tekin í notkun í vetur og skipta þau sköpum fyrir œfingar knattspyrnu-
manna.
stjóri, Sverrir Traustason, forstöðumaður
mannvirkja og Elín Elísabet Baldursdótt-
ir og Baldur Þ. Bjamason eru húsverðir.
Fastir liðir
I félagsstarfi-Vals eru margir liðir fastir
og hafa verið hluti starfsins lengi. Sumir
þeirra láta lítið yfir sér en þegar grannt
er skoðað mynda þeir heild sem hlúa
þarf að reglulega og margir myndu sakna
þeirra ef þeir hyrfu. Um jólin 1998 kont
Valsblaðið út í 50. skipti og þar var enn
haldið áfram að skrá sögu félagsins,
sigra og töp á keppnisvellinum og annars
staðar. Skráningarstarfið er í fullum
gangi og á árinu komu jafnframt reglu-
lega út fréttabréf félagsins. Valsmenn
luku síðan árinu 1998 með því að velja
Guðmund Hrafnkelsson, fyrirliða meist-
araflokks karla í handknattleik, íþrótta-
mann Vals fyrir það ár. Það var ekki
erfitt val enda flokkur hans bæði íslands
- og bikarmeistari í handknattleik. Guð-
mundur varð því fyrstur Valsmanna til að
hljóta þetta sæmdarheiti tvisvar því áður
var hann kjörinn á árinu 1993. Bridge-
mót, þorrablót, herrakvöld, flugeldasala
og þrettándabrenna voru síðan á sínum
stað á dagskránni. Valsmenn héldu áfram
blómlegu sumarstarfi jafnt undir merkj-
um Sumarbúða í borg og námskeiða sem
haldin voru á vegum einstakra deilda fé-
lagsins. Valskórinn söng líka fyrir félags-
menn og aðra á árinu undir stjóm Gylfa
Gunnarssonar, starf í Friðrikskapellu var
og með svipuðu sniði og áður. Að venju
var síðan opið hús á félagssvæðinu hinn
11. maí 1999 þegar félagið varð 88 ára.
Félagsstarfið og keppni
Ágætur félagsmaður orðaði það þannig á
félagsfundi í haust að Valur væri „sigur-
félag“ og hefð væri fyrir sigrum innan
þess. Með vísan til þessa er ljóst að árið
1999 er ekki besta ár í sögu félagsins
hvað árangur á íþróttasviðinu varðar. Því
er ekki að leyna að talsvert mikil von-
brigði urðu með árangur í keppnisflokk-
um félagsins og í meistaraflokkum karla
hefur árangur lrklega aldrei verið jafn
slakur samtímis á einu ári eins og á árinu
1999. Kvenfólkið hélt merki félagsins á
lofti og yngri flokkar kvenna skiluðu í hús
mörgum góðum titlum á árinu auk þess
sem nokkrir titlar unnust í yngri flokkum
karla en þó færri en stundum áður.
I haust fannst Valsmönnum um allt
land nóg komið af slæmu gengi og hvar
sem Valsmenn komu saman var ákveðið
að láta ekki deigan síga og blása til
sóknar á sem flestum sviðum. Þetta hef-
ur þegar sýnt sig í félagsstarfinu. Aldrei
hafa t.d. fleiri keypt ársmiða á leiki í
handknattleik en í haust og áhorfendur
fjölmenna á leiki jafnt hjá konum og
körlum. Innan knattspymudeildar var
haldinn fjölmennasti aðalfundur í langan
tíma nú í október og þar kom fram ein-
dreginn ásetningur um að bæta gengi
knattspymunnar í Val.
Ualsmenn hf.
Hinn 1. desember s.l. var síðan stofnað
hlutafélagið Valsmenn hf. á glæsilegum
stofnfundi sem haldinn var að Hlíðar-
enda. Þar varð til félag sem á að vera
fjárhagslegur bakhjarl fyrir Val í framtíð-
inni eins og fram kom í samþykktum
fundarins. Mikill fjöldi Valsmanna tók
þátt í stofnun félagsins og skráði sig til
þátttöku í því með hlutafjárloforðum og
greinilegt var að góður undirbúningur
skilaði sér. Það var öllum ljóst sem voru
á fundinum að þar voru saman komnir
félagsmenn sem vilja vinna að fram-
gangi Vals. Þeirra heitasta ósk er að sjá
árangur af starfi Valsmanna hf. koma
fljótlega fram í íþróttalegu starfi deilda
Knattspymufélagsins Vals.
Aðalstjóm Vals fagnar að sjálfsögðu
þessu nýja afli sem þama varð til og
hlakkar til samstarfs við stjórn Vals-
manna hf. Allir hluthafar Valsmanna hf.
munu að sjálfsögðu fylgjast með fram-
gangi þess félags og skoða töflur urn
gengi hlutabréfa og arð. En þessir sömu
Valsmenn munu lflca fylgjast með stiga-
töflum og árangri einstakra flokka fé-
lagsins og vonandi er að sá arður sem
þar kemur fram verði ekki minni en sá
fjárhagslegi.
Valmenn munu ekki láta mótlæti, hvað
varðar árangur í einstökum flokkum á
síðasta ári, draga úr sér kjarkinn, heldur
mæta tvíefldir til leiks á árinu 2000 og
vonandi verður það gott og gæfuríkt fyr-
ir þá og þeirra fjölskyldur.
Aðalstjórn Vals sendir öllum félags-
mönnum jólakveðjur og þakkir fyrir
samstarfið á líðandi ári.
Ahugasamir drengir í 7.flokki á afmœlismóti KRR í nóv. ’99 ásamt þjálfaranum Arna
Viðar Þórarinssyni. Mynd: Þ.O.
9