Valsblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 12

Valsblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 12
Eltir Eggert Þór Kristófersson og Pétur Örn Sigurðsson flrsshvrsla knattspyrnudeildar árið 1999 Árið 1998 var annað árið í röð sem hagnaður var af rekstri knattspyrnu- deildar Vals og í ár stefnir í að einnig verði umtalsverður hagnaður, sem m.a. má rekja til sölu leik- manna. Á allra síðustu árum hefur verið unnið hörðum höndum að því að auka rekstrartekjur deildarinnar til að styrkja stoðir hennar enn frek- ar. Fjármál deildarinnar eru betri nú en í langan tíma en gera verður bet- ur til að koma þeim í enn betri far- veg. Mikil breyting hefur orðið á rekstrarumhverfi knattspymunnar á síð- ustu árum, sóknarfærin eru mörg og Ijóst að fjárhagslegur ávinningur af knatt- spyrnu getur orðið umtalsverður ef rétt er spilað úr þeim sóknarfærum sem bjóðast. Lollapottur er mjög mikilvægur þáttur í rekstri deildarinnar. Tilgangur Lolla- potts er að taka þátt í að greiða niður langtímaskuldir deildarinnar sem í dag eru um 23 milljónir króna. Stjórn knattspyrnudeildar Eggert Þór Kristófersson formaður Guðjón Magnússon formaður kvennaráðs Pétur Orn Sigurðsson formaður markaðsnefndar Smári Þórarinsson formaður unglingaráðs Þorleifur Kr. Valdimarsson form. fjáröflunarnefndar Sögulegt ár í fótboltanum Meistaraflokkur karla I upphafi keppnistímabilsins 1999 voru Valsmenn hóflega bjartsýnir á góðan ár- angur meistaraflokks eftir mikil von- brigði tímabilin 1997 og 1998 er liðið hafnaði í 8. sæti. Nýir liðsmenn höfðu bæst í leikmannahópinn. Kristinn Lárus- son frá IBV, Hjörvar Hafliðason mark- vörður frá HK, Sindri Bjamason frá Leiftri Ólafsfirði, Einar Páll Tómasson kom úr atvinnumennsku í Noregi og Ólafur Helgi Ingason, sem uppalinn er í Val, kom frá Ægi í Þorlákshöfn. Einnig dró markvörður eldri flokks, Ólafur K. Ólafs, fram skóna í þeim markvarða- hremmingum sem hrjáðu liðið í sumar. Þeir leikmenn, sem skiptu yfir í önnur félög, voru þrír vamar- og miðjuleik- menn sem vom lánaðir til Dalvíkur; Ágúst Guðmundsson, Jóhann Hilmar Hreiðars- son og Sigurður Flosason. Þá fór Salih Guðlaugur Þór Þórðarson meðstjórnandi Björn Arsœll Pétursson meðstjórnandi Haraldur Thorlacius meðstjórnandi Heimir Porca til Breiðabliks og Kristinn Geir Guðmundsson til ÍBV. Valur varð í fjórða sæti í sínum riðli í Reykjavíkurmótinu og tapaði 1:0 fyrir Víkingi í 16 liða úrslitum deildarbikar- ins. Leikur Valsliðsins á þessum mótum og þá sérstaklega í Reykjavíkurmótinu gaf ekki fyrirheit um að Valsliðið myndi gera atlögu að íslandsmeistaratitlinum en þrátt fyrir það var þokkaleg bjartsýni ríkjandi á gengi liðsins í upphafi Islands- móts. Leikmannahópur Vals var af mörg- um talinn síst lakari en sá sem verið hafði hjá félaginu allra síðustu árin og þess má geta að sparksérfræðingar dag- blaðanna spáðu liðinu 7.-10. sæti. Stór óvissuþáttur var þó meiðsli lykilleik- manna. Liðið hóf íslandsmótið með því að tapa fyrir nýliðum Breiðabliks í fyrsta leiknum, náði síðan góðu jafntefli gegn Eyjamönnum en hlaut síðan mjög slæm- an skell gegn KR í þriðja leiknum. I fjórðu umferðinni gerði liðið 1:1 jafntefli við nýliða Víkings. Eftir þann leik fór af stað ákveðin atburðarás sem síðar leiddi til þess að tekin var sú erfiða ákvörðun hjá stjórn knattspymudeildarinnar að leysa Kristin Bjömsson þjálfara frá störf- um þann 6. júní en ráða Inga Bjöm Al- bertsson í hans stað. I beinu framhaldi af þessari ákvörðun hætti Arnór Guðjohn- sen sem aðstoðarþjálfari. Eins og gefur að skilja er sú ákvörðun að leysa þjálfara frá störfum mjög þungbær ekki síst í ljósi þess að þótt árangur liðsins hefði valdið vonbrigðum var skýr- inganna á döpru gengi ekki ein- göngu að leita hjá þjálfaranum heldur áttu þær rætur sínar að rekja til ýmissa aðstæðna bæði innan og utan vallar. Þrátt fyrir þjálfaraskiptin virtist Valur aldrei komast almennilega á flug í mótinu og þannig náði liðið að vinna tvo leiki í röð í júlí en síð- an tók við niðursveifla á ný. Miklar sveiflur vom í. leik liðsins og nær ómögulegt að spá fyfir um úrslit leikja. Eftir sigur Valsliðsins á Fram í næst síð- ustu umferðinni voru góðar lík.ur á að liðið héldi sæti sínu í deildinni en ósigur gegn baráttuglöðu liði Grindavíkur í lokaumferðinni gerði þær vonir að engu. Valsliðið vann fjóra leiki, gerði sex jafn- tefli en tapaði átta leikjum og lauk því keppni á íslandsmótinu með 18 stig. Valsliðið fór hæst í 6. sætið á stigatöfl- unni í lok júlí en oftast vemidi liðið 9. sætið eða alls sex sinnum og fjórum sinn- um var liðið í 8. sæti og fjórum sinnum í 10. sæti. Sumarið var því mjög erfitt frá byrjun til enda. Árangur Vals í Landssímadeildinni varð öllum Valsmönnum mikið áfall enda hafnaði liðið í 9. sæti og féll Valur þar með úr efstu deild í fyrsta skipti frá því félagið hóf þátttöku á Islandsmótinu árið 1915. Valur setti reyndar nýtt met með því að verða markahæsta liðið sem fallið hefur úr efstu deild íslenskrar knatt- spyrnu, með 28 mörk skoruð í 18 leikj- um og vakti sú staðreynd töluverða at- hygli. Aðeins meistarar KR og ÍBV vora Valsliðinu fremri í markaskorun. Valslið- ið fékk hins vegar á sig 38 mörk sem var það mesta í deildinni en jafnmörg mörk voru skoruð hjá hinu fallliðinu, Víkingi. Fjöldi ungra og efnilegra leikmanna steig sín fyrstu spor með meistaraflokki fé- lagsins og þannig léku t.a.m. fjórir leik- menn sem eru undir tvítugu með Valslið- inu í seinni umferðinni á móti KR en það 12 Valsblaðið 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.