Valsblaðið - 01.05.1999, Side 60
+
Bjarni Guðbjörnsson
fæddur 29. nóvember 1912 - dáinn 29. janúar 1999
Látinn er í Reykjavík í hárri elli Bjami Guðbjömsson, fyrrum
bankastjóri og alþingismaður. Með honum horfir knattspyrnufé-
lagið Valur á bak gömlum og dyggum félaga.
Bjarni var ári yngri en félagið, fæddur 1912. Hann ólst upp í
Reykjavík og byrjaði semma að sparka bolta. Ungur gekk hann
í Val og lék knattspyrnu með yngri flokkum félagsins og síðar í
meistaraflokki í nokkur ár. Bjarni vann til margra titla með
félaginu á ferli sínum sem knattspymumaður. Þá tók hann þátt í
fyrstu keppnisferð til útlanda, sem íslenskt knattspymufélag
réðst í, en það var fræg ferð meistaraflokks Vals, þáverandi Is-
landsmeistara, til Danmerkur sumarið 1931.
Er keppnisferlinum lauk gegndi hann ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir félagið. Auk þess að sitja í stjórnum og nefndum innan
þess var hann um nokkurt skeið fulltrúi félagsins í Knattspyrnu-
ráði Reykjavíkur. Þá sat sat hann um áratugaskeið í fulltrúaráði
Vals. Bjami gegndi starfi útbússtjóra á ísafirði frá 1950 til 1973
er hann flutti til Reykjavíkur á ný. Þrátt fyrir erilsöm störf í öðr-
um landshluta rauf hann aldrei tengslin við Val. Alla tíð og þrátt
fyrir háan aldur fylgdist hann af áhuga og elju með gamla félag-
inu sínu, sótti leiki þess ef þess var kostur og bar hag þess ætíð
fyrir brjósti. Hann var t.d. styrktarmeðlimur í Lollapotti frá
stofnun hans til dauðadags.
Með Bjama er genginn góður félagi, sem unni Val að heilum
hug. Að leiðarlokum þakkar félagið honum fyrir störf í þágu
þess þágu og óbilandi stuðning alla tíð. Valur sendir eftirlifandi
eiginkonu hans, Gunnþórunni Bjömsdóttur, sonum hans og öðr-
um aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur.
Knattspyrnufélagið Valur
+
Magnús Bergsteinsson
fæddur 14. janúar 1915 - dáinn 19. mars 1999
Með Magnúsi Bergsteinssyni, byggingameistara, er sannur
Valsmaður genginn. Ungur að árum gekk hann til liðs við
Knattspymufélagið Val og fylgdi þar í fótspor eldri bróður síns,
Jóhannesar, sem enn er á lífi.
Með sanni má segja að Magnús hafi ásamt félögum sínum
gert „garðinn frægan“. Hann var óvenju leikinn og hæfileikarík-
ur knattspyrnumaður. Fyrsta Islandsmeistaratitil sinn vann hann
með þriðja flokki félagsins á árinu 1929. Þetta var jafnframt í
fyrsta sinn sem þriðji flokkur félagsins varð Islandsmeistari, en
flokkinn þjálfaði Jói Long, sem er nýlátinn. Magnús lék sinn
fyrsta meistaraflokksleik á árinu 1933, en þeir urðu fleiri því
hann var fastur maður í meistaraflokki í meira en áratug. Liðið
var mjög sigursælt á þessum árum og varð Magnús t.d. fimm
sinnum Islandsmeistari með því. Segja má að þetta hafi verið
fyrsta blómaskeið Vals. Á þessum tíma var Magnús að læra tré-
smíði hjá meistara, sem oft tók að sér stór verkefni úti á landi.
Því kom fyrir að Magnús gat ekki sinnt fótboltanum sem skyldi
vegna vinnu sinnar. En til marks um það hve mikilvægur Magn-
ús var liðinu nægir að nefna að hann var hiklaust sóttur hvert á
land sem var ef ntikið lá við og leika þurfti þýðingarmikinn
leik. Auk þess að vera frábær knattspymumaður var Magnús
eftirsóttur liðsmaður félagslega ekki síst fyrir það hve ætíð var
létt í kringum hann. Félagar hans smituðust gjarnan af rómaðri
gamansemi hans og glettni.
Magnús tók ekki aðeins þátt í æfingum og kappleikjum með
Val. Hann var og mjög virkur í starfi félagsins utan vallar. Á
sínum tíma tók hann t.d. mikinn þátt í uppbyggingu ýmissa
mannvirkja félagsins. Má þar nefna þátt hans í að ryðja fyrir
velli félagsins við Haukaland, byggingu skíðaskálans og fram-
kvæmdir við fyrsta íþróttahús félagsins að Hlíðarenda en þar
lagði trésmiðurinn Magnús gjörfa hönd á plóg. Þá sat hann í
stjóm félagins í nokkur ár og var meðlimur í fulltrúaráði þess
frá stofnu þess til æviloka. Magnúsi hefur verið veitt silfurmerki
Vals fyrir störf sín í þágu félagsins. Loks er þess að geta að syn-
ir hans stunduðu knattspyrnu um árabil hjá Val auk þess sem
tvær af dætrum hans léku handbolta með félaginu.
Með Magnúsi er genginn dyggur Valsmaður, sem ætíð unni
félaginu sínu af heilum hug. Að leiðarlokum þakkar félagið fyr-
ir þátt hans í leik og starfi í þess þágu og óbilandi stuðning við
það alla tíð. Félagið sendir konu hans, Elínu Svövu Sigurðar-
dóttur, bömum þeirra, bamabörnum og öðrum aðstandendum
sínar innilegustu samúðarkveðjur.
Knattspyrnufélagið Valur.
60
Valsblaðiö 1999