Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 61
Minning
+
Johann N. Jóhannesson
fæddup 31. jiílí 1906 - dáinn 5. janúar 1999
Með hinni öldnu frjálsíþróttakempu úr Glímufélaginu Ármanni,
Jóhanni N. Jóhannessyni, er einstakur áhugamaður um íþróttir
og æskulýðsmál genginn. Jóhann var bæði afreksmaður í frjáls-
um íþróttum og síðan ötull forystumaður í greininni, er bar hann
hag hennar fyrir brjósti til æviloka. Hann keppti undir merkjum
Ármanns á sínum yngri árum jafnframt því að gegna ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir félagið. Er keppnisferlinum lauk eyddi
hann bróðurpartinum af tómstundum sínum í ómetanleg störf í
þágu Ármanns og íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík.
Þó svo að Jóhann hafi verið Armenningur af lífi og sál bar
hann ætíð sérstakan hlýhug til Knattspymufélagsins Vals og
naut félagið bæði krafta hans og stuðnings um árabil. Á milli-
stríðsámnum þjálfaði hann t.d. fyrstu íslandsmeistarana, sem
Valur eignaðist í þriðja flokki karla í knattspymu. Alla tíð fylgd-
ist Jóhann grannt með starfinu í Val. Hann kom oft að Hlíðar-
enda og var duglegur að sækja leiki Vals. Þá iðkuðu synir hans
bæði knattspymu og handbolta á yngri árum hjá félaginu. Jó-
hann og eiginkona hans heitin, Þómý Þórðardóttir, gáfu félaginu
á sínum tíma sérstakan bikar, Jónsbikarinn, til minningar um
fósturson þeirra, Jón Bjömsson, sem lést af slysförum 1962. Jón
heitinn hafði frá frá unga aldri tekið þátt í leik og starfi í Val.
Jónsbikarinn var um árabil veittur þeim knattspymuflokki í Val,
sem bestum árangri náði ár hvert.
Að leiðarlokum þakkar Knattspymufélagið Valur Jóhanni fyr-
ir þann stuðning, áhuga og velvild, sem hann sýndi því alla tíð.
Félagið sendir bömum hans og öðmm aðstandendum sínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Knattspyrnufélagið Valur
+
Jón Kristjánsson
fæddup 26. febpúap 1929 - dáinn 13. júní 1999
Haft hefur verið á orði að dýrmætustu félagsmennimir í hverju
félagi séu þeir, sem jafnan spyrja hvað þeir geti gert fyrir félag-
ið sitt en ekki hvað það geti gert fyrir þá. Menn, sem mótað
hafa þessa afstöðu til félagsstarfs, eru ekki á hverju strái. Þetta
viðhorf einkenndi ávallt störf Jóns Kristjánssonar í þágu Knatt-
spymufélagsins Vals. Með honum horftr félagið á bak einum
sínum besta og dyggasta félaga.
Jón fæddist í Vestmannaeyjum en flutti til Reykjavíkur á ár-
inu 1956 þá 27 ára að aldri. Hann var mjög liðtækur knatt-
spymumaður og hafði leikið með Þór í Vestmannaeyjum. Það
var gæfa Valsmanna að Jón gekk til liðs við þá fljótlega eftir
komuna til Reykjavíkur. Helgaðist það ekki hvað síst af kynn-
um hans í æsku af starfi séra Friðriks og KFUM en séra Friðrik
mun hafa átt mikil ítök í Vestmanneyjum. Jón hóf að æfa og
leika með meistaraflokki og fyrsta flokki Vals en vegna bak-
meiðsla, sem um nokkurt skeið höfðu gert honum lífið leitt,
varð hann brátt að leggja fótboltaskóna á hilluna. Ekki sagði
hann þó skilið við félagið. Þvert á móti hófst þá löng og gifturík
þátttaka hans í félagsstörfum hjá Val og síðar innan handknatt-
leikshreyfingarinnar. Hann var formaður handknattleiksdeildar
Vals árið 1959 og sat í stjóm deildarinnar óslitið til ársins 1966.
Þá sat hann í aðalstjóm félagsins frá árinu 1967 til 1971 og aft-
ur árin 1975 og 1976. Hann sat um nokkurt skeið í stjóm Hand-
knattleikssambands íslands og lét um árabil unglingastarfið inn-
an sambandsins einkum til sín taka. Kom hann t.d. að málum
þegar unglingalandslið íslands varð Norðurlandameistari í fyrsta
sinn 1971. Þá sat hann um árbil í aganefnd HSI. Jón kom mjög
við sögu Valsblaðsins á sínum tíma og sat m.a. í ritnefnd þess um
skeið. Félagslyndi, ósérhlífni og drenglyndi ásamt ljúfmennsku
einkenndu jafnan Jón í leik og starfi. Honum hafa verið veitt öll
æðstu heiðursmerki félagsins fyrir störf í þess þágu, síðast Vals-
orðan, er hana fékk hann á 70 ára afmæli félagsins 1981.
Jón gekk ungur að eiga eftirlifandi konu sína, Ingibjörgu
Karlsdóttur. Ingibjörg er einnig dyggur Valsmaður, sem ætíð studdi
eiginmann sinn í hans margvíslega og oft tímafreka stússi fyrir
félagið. Þau eiga þrjú böm, þau Karl, Kristján og Þóru, og hafa
þau öll tekið mikinn þátt í starfi Vals, bæði innan vallar sem
utan. M.a. fetuðu bræðumir báðir í fótspor föður síns þegar þeir
sátu á sínum tíma saman í stjóm handknattleiksdeildar félags-
ins. Karl er sestur í stjóm deildarinnar á ný, nú sem formaður.
Með Jóni er genginn sannur Valsmaður, sem til hinstu stundar
unni félaginu af heilum hug. Að leiðarlokum þakkar Valur hon-
um fyrir gifturík störf í þágu félagsins og óbilandi stuðning við
það alla tíð. Félagið sendir Ingibjörgu og bömum þeirra, bama-
bömum og öðrum aðstandendum sínar innlegustu samúðar-
kveðjur. Knattspyrnufélagið Valur.
Valsblaðið 1999
61