Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 53

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 53
Eftir Þorgrím Þráinsson Pollameistarar Vals 1999 Árangur í old-boys óviðunandi SPARl‘^iH!R vsMusJÓDUR VCLSTJÖRA Pollameistarar Vals 1999. Þorgrímur Þráinsson, André Raes, Björn Guðmundsson, Úlfar Hróarsson, Magnús Kristjánsson og Sœv- ar Jónsson markakóngur. Neðri röð: Dýri Guðmundsson, Ólafur K. Ólafs og Grímur Sœmundsen. Fjöldi ónafngreindra afkvœma er á myndinni en Hermann Gunnasson var komin aftur „í loftið". Ekkert er hægt að segja að inikil alvara hafi verið í starfsemi old-boys hjá Val síðastliðið sumar frekar en árin þar á undan. Valur lék þó 8 leiki á íslandsmót- inu og náði 50% árangri. Liðið hafnaði í 5. sæti í riðli níu liða, hlaut 12 stig af 24 mögulegum. Lítil endurnýjun hefur verið í leikmannahópi Vals síðustu ár og hafa yngri og væntanlega „frískari“ menn ekki gefið kost á sér með nokkrum und- antekningum þó, sbr. Jón S. Helgason. Það sem háir liðinu er því ellimerki og skortur á leikmönnum, snerpu og út- haldi. Það kom fyrir að Valur lék manni færri eða hafði enga menn til skiptanna en slíkt er ekki vænlegt til árangurs þeg- ar um menn á fimmtugsaldri er að ræða. Valur stóð sig hins vegar vel á Polla- móti Þórs í júlí sl. og sigraði í lávarða- deildinni sem er skipuð leikmönnum 40 ára og eldri. Upphaflega mættu aðeins 6 Valsmenn til Akureyrar en hvert lið er skipað 7 mönnum. Eftir fyrsta leikinn var Magnús Kristjánsson fenginn að láni en hann hefur reyndar aldrei spilað í deildarkeppni. Þá var André Raes, gam- all vinur Valsmanna og fyrrum atvinnu- maður, fenginn til að pússa rykið af skónum sínum og Hermann Gunnarsson var dreginn úr beinni útsendingu til að leika listir sínar í tveimur leikjum. Hann sýndi að hann hefur engu gleymt (reynd- ar engu bætt við) og dró að sér mann og annan til að skapa pláss fyrir hina en það skipti engu máli því hann skaut sjálfur á markið! Hann vakti mikla lukku og gaf eiginhandaráritanir hægri vinstri. Valur fékk 13 stig í riðlakeppninni, fékk aðeins 1 mark á sig (úr víti) og var markatalan 11:1. I úrslitakeppninni unn- ust allir leikir á vítaspyrnukeppni þrátt fyrir fjölmörg færi Valsmanna. Ekki er hægt að segja það sama um færi and- stæðinganna! Valur sigraði Fylki í úrslit- um og varð því Pollameistari 1999. Þess má geta að hinn lærafagri Sævar Jónsson var markahæsti maður mótsins. Valsblaðíð 1999 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.