Búnaðarrit - 01.01.1963, Blaðsíða 16
12
BÚNAÐAR RIT
hans 1975. 1 Eiðasögu segir Benedikt frá Hofteifii: „B jörn
gekk ekki í Eiðaskóla, en ungur að árum verður hann
skólastjórnarmaður á Eiðum árið 1905. Frá þeim tíma
er Björn eins og vígður Eiðaskóla í störfum og trúnaði.
Hann var óslitið skólastjórnarmaður frá 1910 til þess, er
hann, ásamt Þórarni Benediktssyni í Gilsárteigi og Gunn-
ari Pálssyni á Ketilsstöðum, afhendir fyrir Múlasýslna
liönd Eiðastól ríkinu til eignar og forræðis. Hinir nýju
eigendur gera Björn brátt að trúnaðarmanni um jörð og
bú, eins og Páll Hermannsson, og í fjölda ára er Björn
stjórnskipaður prófdómari á Eiðum við skólaslit. Segja
má, að enginn maður eigi lengri starfsferil við skólann
en Björn, því fram á síðustu ár hefur liann komið þar
við sögu“. Þetta er skrifað árið 1958, og þessar og líkar
upplýsingar má margar finna í hinum nefndu bókum um
störf Björns.
Árið 1926 kvæntist Björn öðru sinni Soffíu, f. 1893,
Hallgrímsdóttur bónda í Fjallaseli í Fellum og konu
hans Margrétar Oddsdóttur frá Kollaleiru í Revðarfirði
Bjarnasonar á Kollaleiru hreppstjóra Konráðssonar. Álti
Bjarni hreppstjóri Sigríði Eyjólfsdóttur frá Fossárdal
Jónssonar.
Faðir Hallgríms var Hallgrímur hóndi á Glúmastöðum
í Fljótsdal, er átti Bergljótu Stefánsdótlur [irests á Yal-
þjófsstað, Árnasonar prófasts á Kirkjubæ, d. 1829, Þor-
steinssonar, en Árni prófastnr var síðari maður Bjargar
Pétursdóttur sýslumanns, Þorsteinssonar. Faðir Hallgríms
á Glúmastöðum var Hallgrímur hóndi á Ærlæk í Axar-
firði Illugason í Fremri-Hlíð í Vopnafirði, Þorgríinsson-
ar á Vakursstöðum, sömu sveit, Jónssonar. Kona Hall-
gríms á Ærlæk var Ingibjörg dóttir Skíða-Gunnars, nafn-
kennds manns, Þorsteinssonar [irests á Eyjadalsá Jóns-
sonar. Var Skíða-Gunnar föðurfaðir séra Sigurðar á Hall-
onnsstað Gunnarssonar.
Stefán prestur Árnason átti Sigríði Vigfúsdóttur [u-ests
á Valþjófsstað, Ormssonar, en Vigfús prestur átti Berg-