Búnaðarrit - 01.01.1963, Blaðsíða 36
32 BÚNAÐARRIT
utan liúss, við malbikun og annan frágang á lóðinni, vest-
an byggingarinnar. Reyndist }>að mikið verk.
Fullgerðar eru nú fjórar Iiæðir bússins, þ. e. 4., 5., 6.,
og 8. liæð og 7. bæð mjög langt komin. Einnig er lokið
frágangi á suðurliluta kjallara og suðurliluta 1. og 2. bæð-
ar. Eftir er þá að innrétta norðurhluta kjallara, norður-
hluta 1. bæðar og 3. liæð að mestu leyti. En að frágangi
á norðurhluta 2. bæðar er nú verið að vinna, eins og áð-
ur segir.
Fimm lyftur eru í húsinu, og befur verið gengið frá
þeim að fullu. Meiribluta húsbúnaðar er búið að kaupa,
fyrst og fremst í gistiberbergin, og að nokkru leyti í veit-
ingasali og eldliús.
Fyrsti leigjandi var Flugfélag Islands, sem tók á leigu
alla 4. bæð og flutti þangað seint í apríl. Upplýsinga-
þjónusta Bandaríkjanna tók á leigu lduta af 1. og 2. bæð
og flutti í búsið seint í sumar.
Fyrir miðjan júlí liófst hótelrekstur í liúsinu. Voru þá
fullgerðar tvær bæðir með 60 gistiherbergjum og veit-
ingasalur á efstu bæð. Snemma á árinu liafði byggingar-
nefndin samið um það við Þorvald Guðmundsson að
annast rekstur bótelsins á vegum nefndarinnar til að
byrja með, eða þar til bótelbluti liússins væri fullgerð-
ur, því ekki þóttu möguleikar á að leigja húsnæði, sem
smátt og smátt væri að komast í gang. Hefur bann gert
það frá byrjun. En annars liefur verið gert ráð fyrir að
leigja bótelið, þegar það er fullgert. Aðsókn að liótelinu
befur lengst af verið viðunandi, ekki sízt ef tekið er til-
lit til þess, að ekki var bægt að taka á móti neinum pönt-
unum um gistingu fyrirfram, þar sem engin leið var að
vita með vissu, livenær bótelið gæti tekið lil starfa.
Allt húsnæði, sein ekki hefur þegar verið tekið í notk-
un, er fyrir löngu búið að leigja, s. s. búðir á 1. bæð og
búsrúm í kjallara, sem liaft verður til ýmissa nota. Þriðja
bæðin er þar undanskilin, j»ar sem bændasamtökin munu
liafa skrifstofur sínar.