Búnaðarrit - 01.01.1963, Blaðsíða 25
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA 21
15. Erna Erlendsdóttir, skrifstofumær, liefur unnið á
skrifstofu Vélasjóðs síðastliðið ár.
16. Gísli Kristjánsson, mag. art., er ritstjóri Freys, en
gegnir auk þess ýmsum fleiri störfum. Utgáfunefnd Freys
er skipuð þremur mönnum, er ritstjórinn getur leitað ráða
iijá um vandasöm alriði, er iitgáfu blaðsins varða. Ut-
gáfunefndina skipa: Einar Ólafsson, bóndi, Lækjar-
bvannni, Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, og Steingrím-
ur Steinþórsson. Gísli Kristjánsson annast útgáfu smá-
ritasafns félagsins. Eru komin út 39 slík rit. Sú útgáfa er
að miklu leyti stöðvuð vegna þess, að svo mjög hefur
verið dregið úr fjárveitingum til liennar. — Þessi smárit
liafa verið vinsæl og án efa gert mikið gagn. Verður því
að vænta, að von bráðar lakist að auka útgáfu þessa aft-
ur. Þá má og geta þess, að að því leyti sem Búnaðarfélag
Islands getur annazt leiðbeiningar um liænsnarækt, þá
gerir Gísli Kristjánsson það.
17. Ingólfur Þorsteinsson frá Langholti befur starfað
á ráðningastofu landbúnaðarins og stjórnað lienui. Sú
skrifstofa starfar nú allt árið. En auk starfa þar, hefur
Ingólfur annazt prófarkalestur og fleiri störf, er til falla
á skrifstofum félagsins.
18. Eyvindur Jónsson, búreikningaráðunautur. Hann
stjórnar búreikningaskrifstofu ríkisins. Lagt er sérstakt
fé til liennar, samkvæmt ákvörðun A1 J*ingis, en Búnað-
arfélag Islands annast stjórn liennar og eftirlit með störf-
um skrifstofunnar. Starfsemi þessi liefur því mjög verið
í sama borfi og áður.
19. Sveinn Einarsson, veiðistjóri. Að því leyti er bér
um svipaða starfsemi að ræða og varðandi búreikninga-
skrifstofuna, að ríkið leggur frain fé til þess að reka og
stjórna skrifstofunni, en Búnaðarfélag Islands Iiefur
stjórn og eftirlit á liendi. Veiðistjóri vinnur að útrým-
ingu vargdýra í samvinnu við sveitarstjórnir. Virðist all-
mikill árangur hafa náðst af því starfi, enda er Sveinn
áhugasamur og röskur við þetta. Má góðs af honum