Búnaðarrit - 01.01.1963, Blaðsíða 47
SKYRSLUK STARFSMANNA
43
aðarfræðslunámskeið í Wageningen í Hollandi. Námskeið
þetta var hið tíunda í röðinni, sem stofnað er til af FAO
og OECD með stuðningi frá landbúnaðarráðuneyti og
landbúnaðarháskóla Hollands.
Búnaðarfélagi Islands var falið að tilnefna mann til
fararinnar, og varð ég þess aðnjótandi. Námskeiðið stóð
frá 9. júlí til 5. ágúst, og voru þátttakendur um 130 frá
39 þjóðum.
Mót þetta var mjög vel skipulagt og til þess vandað á
allan hátt. Um 25 fyrirlesarar, liver sérfræðingur í sinni
grein, fluttu framsöguerindi, sem síðan voru rædd í fá-
mennum liópum, og gerði talsmaður livers hóps grein
fyrir niðurstöðum, sem síðar voru ræddar á allslierjar-
fundum mótsins. Nokkrar kynnisferðir voru farnar um
Holland, þar sem þátttakendum var ekki einungis sýnt
það, sem til fyrirmyndar er í framkvæmdum og búskap
Hollendinga, lieldur líka liitt, sem þeir telja aftur úr og
verulega þurfi umbóta við lil þess að geta staðizt sam-
keppni við kröfur tímans.
Þó nokkrir þátttakenda voru frá ríkjum í Afríku og
Asíu. Þegar rætt er við þátttakendur Jjessara þjóða, skilst
manni fyrst, liversu mikið regindjúp þarf víða að brúa
milli þeirra þjóða, sem lifa við fátækt og örbirgð og liinna,
sem lifa í vellystingum pragtuglega.
Kostnaður allur af för minni og dvöl á námskeiði þessu
var greiddur af OECD.
Ég er þakklátur búnaðarmálastjóra og stjórn Búnaðar-
félags Islands fyrir að hafa gefið mér tækifæri að fara á
þetta námskeið, sem ég tel mig bafa liaft mjög mikið
gagn af.
Um leið og ég lýk skýrslu minni, vil ég þakka Stein-
grimi Steinþórssyni, búnaðarmálastjóra, sem nú lætur
af störfum bjá Búnaðarfélaginu, samstarfið á liðnum
arum. Það er mikils virði liverju lijúi að liafa góðan
husbónda að leita til, þegar þörf krefur við úrlausnir
málefna.