Búnaðarrit - 01.01.1963, Blaðsíða 35
SKÝRSLA BÚNA0ARM ÁLASTJ Ó R A
31
5. Nýbýlastjórn. Þar á ég sæti, kosinn til þess af Alþingi.
Auk mín eiga þar sæti: Jón Pálmason, alþm., for-
maður, Benedikt Gröndal, alþm., Ásmundur Sigurðs-
son, fyrrv. alþm., og Jón Sigurðsson, fyrrv. alþm.,
Reynistað. Pálmi Einarsson, landnámsstj., er fram-
kvæmdastjóri nýbýlastjórnar.
6. Or&unefnd. 1 nóvember árið 1957 var ég skipaður í
orðunefnd og formaður hennar. Aðrir í nefndinni eru:
Þorleifur Tborlacius, forsetaritari, Jón Maríasson,
bankastjóri, Ricliard Tbors, forstjóri og Ásgeir G.
Stefánsson, forstjóri.
Að lokum vil ég geta þess, að auk þeirra ákveðnu
starfa, sem ég bef talið upp bér að framan, lief ég verið
ýmsum ráðuneytum til aðstoðar um mörg mál, er liér
bafa ekki verið nefnd, eftir því sem um hefur verið beðið
í bvert skipti.
Húsbygging Búnaðarfélags íslands
og Stéttarsambands bænda
Bœndahöllin um áramót 1962—7963
Eins og í síðustu skýrslu verður hér gerð nokkur grein
fyrir framkvæmdum við Búnaðarbygginguna árið sem
leið og jafnframt sagt frá því, hvar verkinu var komið
við síðustu áramót. Einnig drepið á nokkur önnur atriði
er bygginguna snerta, s. s. framlög til hennar, lánsútveg-
anir á árinu o. fl.
Fyrri hluta ársins var einkum unnið að því, að innrétta
fimm efstu hæðir hússins, þrjár liæðir með gistiherbergj-
um, eina skrifstofuhæð, og jafnframt efstu liæðina, sem
er veitingasalur og eldlnis. Síöari hluta ársins var unnið
að innréttingum á 1. og 2. Iiæð og í kjallara. Síðustu mán-
uðina fyrir áramótin var unnið að frágangi á veitinga-
sal og eldltúsi á 2. hæð og stefnt að því að Ijúka því
verki sem allra fyrst á þessu ári. All mikið var unnið