Búnaðarrit - 01.01.1963, Blaðsíða 21
SKÝRSLA BÚNADARMÁLAST.IÓRA
17
Starfsmenn og starfsgreinar
Hér verður skýrt frá }>ví fólki, er nú starfar lijá Bún-
aðarfélagi Islands eða í svo nánum tengslmn við félagið,
að }>að telst til starfsfólks þess. Þetta er að vísu að mestu
leyti sama fólk og starfað liefur lijá félaginu að undan-
förnu, þó verða alltaf einliverjar breytingar, og svo hefur
enn orðið á hinu nýliðna starfsári.
1. Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri, liefur
verið aðalframkvæmdastjóri félagsins eins og undanfarin
ár. Hann stjórnar öllum starfsgreinum félagsins í umboði
félagsstjórnar.
2. Gunnar Arnason, gjaldkeri, hefur eins og áður, jafn-
framt gjaldkerastörfum, gegnt skrifstofustjórastarfi ásamt
búnaðarmálastjóra á aðalskrifstofu félagsins. Gjaldker-
inn liefur gegnt starfi sínu af sömu árvekni og skyldu-
rækni og að undanförnu og liann er þekktur fyrir. Síðustu
þrjá mánuði ársins gegndi hann að nokkru leyti starfi
búnaðarmálastjóra, sem )>á dvaldi í sjúkrahúsi um skeið.
3. Ásgeir L. Jónsson, vatnsvirkjafræðingur, var einn af
þreniur jarðræktarráðunautum félagsins. Gegnir liann
sömu störfum og að undanförnu. Annast mælingar á lönd-
um, ferðast um og mælir fyrir ýmiss konar mannvirkjum,
þar á meðal vatnsveitum á sveitabæi, sem nú er mikið
sótzt eftir, að Búnaðarfélagið leiðbeini um.
4. Björn Bjarnarson, jarðræktarráðunautur. Hann
vinnur að svipuðum verkefnum og Ásgeir L. Jónsson.
Starfssvæði þessara tveggja ráðunauta eru að mestu leyti
aðskilin, þannig að livor þeirra liefur sinn landshluta til
yfirferðar og eftirlits, þó að stundum víxlist þetta eitt-
hvað, ef betur þykir henta. J arðræktarráðunautar félags-
ins liafa alltaf verið mjög störfum hlaðnir. Samdráttur
sá, er orðið hefur í jarðræktarframkvæmdum síðustu
árin, liefur liins vegar orðið til þess að létta nokkuð á
ráðunautum okkar, það er þó ekki gleðiefni, því að ekki
BÚNAÐARItlT
2