Búnaðarrit - 01.01.1963, Blaðsíða 33
S Iví R S L A BÚNAHAR MÁLASTJ Ó H A
29
Bókaútgáfan
Árið 1962 liefur kostnaður við bókaútgáfu verið:
Búnaðarrit, 74. og 75. ár............................... kr. 168.279,30
Búna(Var])ing 1962 ................................... -— 8.836,37
Handbók bænda 1962 ....................................... — 225.993,53
Illgresi og illgresiseyðing .............................. — 77.037,80
Ættbók lirossa ........................................... — 1.250,00
Skýrslur um kúabú ........................................ — 234.719,40
Auglýsingar og fleira .................................... — 3.770,75
Fræðslurit ............................................... — 62.835,54
Ýmiss konar störf
Ég hef hér að framan gefið stutt yfirlit um störf stjórn-
ar Búnaðarfélags Islands á liinu liðna starfsári. Auk þess
hef ég annazt nokkur störf önnur, sum þeirra hefur
stjórn Búnaðarfélags Islands falið mér, en til annarra
hef ég verið skipaður af ríkisstjórninni. Ég mun stutt-
lega skýra frá þeim lielztu hér:
1. Veiðimálanafnd. Ég lief allt frá því að ég kom í þjón-
ustu Búnaðarfélagsins árið 1935 átt sœti í veiðimála-
nefnd, sem fulltrúi Búnaðarfélags Islands. Nú er veiði-
málanefnd þannig skipuð: Þórir Steiuþórsson, skóla-
stjóri í Reykholti, formaður nefndarinnar, og Jón Jóns-
son, fiskifræðingur, og ég, meðstjórnendur. Frarn-
kvænulastjóri er Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri.
2. Bankaráð Landsbanka íslands. I því hef ég átt sæti
síðastliðið ár, kjörinn til þess af Alþingi. Formaður
hankaráðsins er nú Baldvin Jónsson, hæstaréttarmála-
flutningsmaður. Aðrir bankaráðsmenn eru: Einar 01-
geirsson, alþm., Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra,
Matthías Mathiesen, alþm. og Steingrímur Steinþórs-
son, búnaðarmálastjóri.
3. NáttúruverndarráS. Á Alþingi 1956 voru samþykkt
lög um náttúruverndarráð. Samkvæmt þeim lögum
skyldi náttúruverndarráð liafa yfirumsjón með því, að