Búnaðarrit - 01.01.1964, Síða 12
6
BÚNAÐARRIT
of lilaðinn störfum, os liafa komið fram eiudregnar óskir
frá garðyrkjubændum til Búnaðarfélags Islands um að
hafa tvo ráðunauta í garðrækt. Tók Búnaðarþing 1963
vel í það mál og ákvað, að ráða skyldi annan ráðunaut til
viðbótar strax og fjárhagur félagsins leyfði.
Óli V. Hansson fékk orlof frá störfum í 6 mánuði á ár-
inu 1963 til að kynna sér nýjungar í garðrækt í ýmsum
nágrannalöndum okkar. Hann dvaldi í Bretlandi, Hol-
landi, Danmörku og Noregi, og telur sig bafa lært mikið
í þessum löndum.
13. Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur. Störf lians eru nú
aðallega varðandi byggðasöfn og söfnun muna til þeirra.
Það er mikið unnið að þessum málum nú og áhugi mikill
bæði í sveitum og þorpum um allt land. Vegna forgöngu
Ragnars Ásgeirssonar er nú verið að koma á fót byggða-
söfnum í mörgum héruðum landsins. Þessi starfsemi stefn-
ir mjög til aukinnar þjóðlegrar menningar og mun tví-
mælalaust styrkja og lialda við bæði fornum og nýjum
menningarverðmætum um lanilið.
14. Haraldur Árnason, verkfæraráðunautur. Hann veit-
ir leiðbeiningar um vélar og verkfæri. Véltækni fer sífellt
í vöxt. Má svo að orði kveða, að brein bylting liafi orðið
í þeim efnum síðustu áralugi. Haraldur Árnason veitir og
Vélasjóði forstöðu. Er hann ásamt Birni Bjarnarsyni og
Steinþóri Gestssyni, bónda á Hæli, í stjórn Vélasjóðs. Hef-
ur það verið mikið starf og vandasamt að koma upp nauð-
synlegum verkstæðum og skapa þá aðstöðu, sem fullnægir
þcirfum Vélasjóðs. Það hefur nú tekizt, svo að viðhlítandi
er.
15. Erna Erlendsdóttir, skrifstofumær, liefur unnið á
skrifstofu Vélasjóðs síðastliðið ár.
16. Gísli Kristjánsson er ritstjóri Freys, en gegnir auk
þess ýmsum fleiri störfum. Útgáfunefnd Freys er skipuð
þremur mönnum, er ritstjórinn getur leitað ráða hjá um
vandasöm atriði, er útgáfu hlaðsins varða. IJtgáfunefnd-
ina skipa: Einar Ólafsson, bóndi, Lækjarlivammi, Pálmi