Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 87
SKÝRSLUK STA RFSMANNA
81
Alifugla- og svínarækt
Sé tekii\ fræðilega á viðfangsefnum þessara framleiðslu-
greina kemur æ betur í ljós, liversu mörg vandamál hér
eru á ferðinni og liversu mörg sjónarmið getur verið um
að ræða í viðhorfum til þeirra. Málin eru víðtæk, s. s.
framleiðsla á réttum fóðurhlöndum, rannsóknir á því, að
hve miklu leyti megi nota innlent fóður í blöndurnar, og
er allt útlit fyrir, að það sé miklu meira en menn hafa
talið hingað til að kornyrkjunni slejrptri, — kynbætur og
starfræksla ríkiskynbótabúa, — innflutningur útungunar-
eggja og svínasæðis, — skipulag framleiðslunnar og „ra-
tionalisering“, en þeirri nýbreytni verður hezt við komið
í þessum framleiðslugreinum. Margl fleira niætti nefna, en
verður látið híða skýrshi og tillagna lil Búnaðarfélagsins,
sem ég er með í smíðum.
Það eitt vil ég segja um þetta hér, að hafi verðlag á eggj-
um, fleski og fuglakjöti nokkuð að segja liér á landi, þann-
ig að neytendur geri kröfur um að fá það með sanngjörnu
verði, þá er aðeins unt tvær leiðir að ræða: innflutning
eða fullkomlega „rationaliserafia“ framlaifislu.
Ríkjandi ástand er ófært og, að ég held, ólæknanlegt.
Hins vegar má benda á frædilegar leiðir í þessum fram-
leiðslumálum, sem eru bæði álitlegar og arðvænlegar. Um
það mun skýrsla mín fjalla.
Kg hef ferðazt minna á árinu en ég hefði viljað. Ferða-
fe mitt var mjög takmarkað, og búnaðarmálastjóri hað
mig eindregið um að standast áætlun. Allmargir liafa
leitað heini til mín til að fá leiðbeiningar, og nokkra hef
eg hitt á ferðum mínum.
Hvunneyri, 7. junúur 1964.
Gunnar lijarnason.
lllÍNAnARRIT
C