Búnaðarrit - 01.01.1964, Síða 110
104
it lINAtiAK KIT
hefur verift varið af opinberu fé, og þótti því við eiga að
reyna aftur við önnur skilyrði. Og þar eð ég liafði verið
við niálið riðinn frá uppliafi, tók ég að mér að sjá um
endurtekningu tilrauna í þessu efni á síðasla sumri. Ung-
unarvél var til, annar umbúnaður var endurnýjaður og
liús fengið í skemmu í Hlíðartúni. Til daglegrar gæzlu
eggja og unga var Hreiðar Gottskálksson, fyrrv. hóndi,
ráðinn, en liann liefur áður stundað sundfuglaræktun í
nokkur ár.
Forsjá þessa hlutverks hafði ég með höndum frá 9.
apríl til septembermánaðar, en þá voru síðustu ungarnir
sendir til sjávar.
Árangurinn af þessum störfum verður greinilur í sér-
stakri skýrslu, en hér skal aðeins frá því sagt, að ungunin
tókst með ágætum. Egg voru fengin óvalin úr lireiðrum í
iíessastaðanesi með því skilyrði, að ungarnir yrðu þang-
að fluttir aftur. Uppeldið gekk með afbrigðum vel fyrstu
2—3 vikurnar, en þá fór að bera á vanheilindum, er á
Keldum voru staðfest sem smitandi kvilli, er liér er þekkt-
ur áður við ströndina, í sel, en annars staöar kemur einnig
fyrir í sundfugli.
Starfsstöðin hafði verið valin í nánd við Kelilur, til þess
að liægt væri að leita þar faglegrar aðstoðar, ef á þyrfti
að halda. Hafði ég daglega samvinnu við yfirdýralækni
og Guðmund Gíslason, lækni, um þessi mál um skeið.
Þegar kvillinn var staðfestur, var tekin upp bein tilraun
með hóp unga, sem gefið var lyf reglulega með þeim
árangri, að úr þeim hópi, sem fékk ákveðinn skammt
fúkalyfja, fórst enginn ungi, en liópur sá, sem ekkert fékk,
rýrnaði framvegis. Hér skal ekki rekja þcssi efni í smá-
munum, aðeins skal sagt, að ýms vandkvæði var við að
etja, en 9—10 vikna gamlir voru ungarnir fiðraðir og
sjálfsmyrjandi, svo að fært mætti telja að sleppa þeim að
sjó til sjálfsbjargar.
Þá voru þeir allmiklu stærri en ungar, jafngamlir, sem
fylgdu mæðrum sínum, og þar um hefur auðvitað ráðið