Búnaðarrit - 01.01.1964, Blaðsíða 174
BÚNABAR BIT
168
afréttum, oj{ tók hann víða ekki upp eftir það'. Um Skaga-
fjörð, Húnaþing og Strandir gerði stórhríð með feikna
fannkomu þann 23. september, sem liélzt dögum saman
og olli gífurlegum erfiðleikum og tjóni. Varð víða jarð-
laust fyrir fé í viku lil 10 daga. Kýr komu á fulla gjöf, fé
lagði gífurlega af, og allmargt fé fórsl í skurði og aðrar
Iiættur í hríðinni, og bændur áttu í fádæma erfiðleikum
með fjallgöngur, smalamennsku og fjárflutninga í slátur-
hús. Tíðin var köld fram yfir veturnætur, þótt snjó tæki
víðast livar up]» á láglendi í október. Seint í nóvember
brá til blíðu, sem hélzt óslitið til jóla, en um hátíðarnar
var lireytileg veðrátta og allmikil snjókoma sums staðar,
einkum á nyrzlu landshlutum.
Heyöflun er og verður undirstaða búskapar á landi
hér. í sumar varð hún með minna móti að vöxtum, en með
hezta móti að gæðum. Eftir forðagæzluskýrslum að dæma,
sem liorizt hafa til Búnaðarfélags Islands, þá voru hey-
hirgðir bænda í haust aðeins meiri en í fyrrahaust.
Síðustu árin liafa verið svo köld, einkum vorin, að ]>ótt
bændur stækki tún sín um ca. l/2 ba á býli að jafnaði á ári
og auki áburðarnotkun ekki aðeins í hlutfalli við stækk-
un túnanna lieldur mun meira, þá vex heyfengur lítið sem
ekkert. Slíkt horfir til vandræða og eykur vonleysi bænda.
Sumir kenna áburðinum um, sérstaklega Kjarnanum, og
aðrir grasfræinu. Eg vil engan dóm leggja á áburðinn, en
víst er, að sumar grastegundir, sem notaðar hafa verið í
grasfræblöndur að undanförnu, þola ekki loftslagið hér,
a. m. k. ekki í köldum árum. T’arf að leggja ofurkapp á
að bæta grasfræblöndurnar. Þekking okkar í þessum efn-
um er ]>ví miður enn of lit.il, en verst er þó, að við innkaup
á grasfræi síðustu árin befur liin takmarkaða þekking
okkar á grasastofnunum ekki verið liagnýtt lil hlítar.
Verður verulega ha:tt xir ]>ví á þessu ári.
Eitt er víst, að enda þólt Kjarninn sé ef til vill ekki sú
heppilegasta köfnunarefnisáburðartegund, sem til er á
heimsmarkaðinum, og þótt sumir grasstofnar, sem notaðir