Búnaðarrit - 01.01.1964, Qupperneq 177
LANDBÚNAHUKINN 171
Af öðrum tegundum en hér eru taldar er ekki mikiS
magn framleitt, en það skapar ]>ó talsvert verðmæti.
Þótt allur gróSur, sem lifnaSur var, er kuldakastiS í
apríl skall yfir, biði við það alvarlega hnekki, þá varð
þó enginn jarSargróði eins voSalega úli og trjágróSurinn.
Það áfall snerti þó ekki landbúnaSinn sem slíkan, en er
þjóðinni lærdómsríkt, ekki síður bændum en öðrum.
Margar trjátegundir, svo sem alaskaöspin og ýmis af-
hrigði af barrtrjám, dóu algjörlega vil á þeirn svæSuni, þar
sem gróður var lengst á veg kominn, er kuldakastið gerði.
Gilti eiuu, hvort trén voru ung eða gömul. Algræn barr-
tré urðu brún, sum visnuðu alveg, en önnur drógu fram
lífið krengd og afskræmd. Fram eftir vori var algeng sjón
í Reykjavík að sjá vörubíla hlaðna dauðum trjám, sem
garðeigendur létu rífa upp og á eld kasta. Þetta kom und-
irrituðum ekki á óvart, né ýmsum öðrum, sem hefur verið
það Ijóst, að Island er ekki skógarland, einmitt veðrátt-
unnar vegna. En ómögulegt er annað en hafa samúð með
þeim mörgu áhugamönnum, sem hafa trúað því, að liér
væri liægt að rækta nytjaskóga, og lagt af mörkum mikið
fé og tíma til að reyna að rækta trjágróður. Ekkert liefur
verið sparað, livorki af hálfu ríkisins eða einstaklinganna.
Vel menntaðir sérfræðingar hafa flutt inn fræ þeirra teg-
unda, sem þeir töldu líklegastar, að hér myndu þrífast, og
á síðustu áratugum einmilt, frá þeim stöðum á hnettinum,
sem þeir töldu helzt svipa til Islands að loftslagi. En allt
kom fyrir ekki. Við erum aðeins reynslunni ríkari. Skóli
lífsins er oft dýr, en hann veitir ógleymaidega fræðslu.
Búfé landsmanna var nokkrn færra árið 1963 en síðustu
undanfarin ár. Nautgripum fjölgaði ])ó aðeins. 1 ársbyrjun
1963 voru nautgripir 55.901, og hafði þeim fjölgað um
157 frá árinu á undan. Kúm liafði fjölgað um 435 úr 39.525
árið 1962 í 39.960 árið 1963. Geldneytum fækkaði aftur á
móti um 388.
Mjólkurframleiðslan árið 1963, þ. e. mjólkurmagn mót-
tekið í mjólkurbúunum, var 94.657.676 kg, og er það'6,77%