Búnaðarrit - 01.01.1964, Blaðsíða 181
LANDBÚNAÐURINN
175
framkvæmdirnar liafa verið. Úr Byggingarsjóði voru veitl
220 lán á árinu 1963 að uppliæð samlals kr. 12.966 þús.,
en árið 1962 voru veitt 115 lán að upphæð kr. 9.175 þús-
und. Úr Ræktunarsjóði voru á árinu 1963 veitt 1288 lán
að upphæð kr. 89.950 þús., en árið áður voru veitt úr
þessum sjóði 758 lán að upphæð kr. 61.254 þúsund. Hinar
auknu lánveitingar lir Ræktunarsjóði hafa að verulegu
leyti gengið lil vélakaupa, en sú nýbreytni var gerð á
starfsemi Ræktunarsjóðs, að nú veitir liann hændum lán
lil vélakaupa, seni liann gerði ekki áður. Úr Veðdeild
Búnaðarhankans liafa verið lánaðar 5.635 þúsund krónur
á árinu 1963 fyrst og fremst til jarðakaupa. Þessa deild
bankans þarf að efla mjög, því að fátt er nú bagalegra í
landbúnaðinum en live erfitt er um alla eignahreyfingu
í sveitum.
Margir ungir menn, sem vilja búa í sveit, geta það ekki
af þeirri einföldu ástæðu, að þeir fá ekki viðunandi lán
til hústofns- og jarðakaupa. Þótt enn liggi ekki fyrir tölur
um efnahagslega afkomu bænda á s. 1. ári, þá er víst, að
hún er ekki góð. Bændur bera sig illa, einkum þeir, sem
standa í frainkvæmdiim eða liafa nýlega liafið búskap af
litlum efnum. Að venju gekk illa að útvega verkafólk
til vinnu við landbúnað nema börn og unglinga, og kaup-
gjald hækkaði verulega á árinu. Bændur eru farnir að
venjast því að fá ekki fullgilda menn til vinnu nema af
hendingu. Eru því öll hú að færast í það liorf að vera
einyrkjabú. Nokkur félagsbú, einkum feðga eða bræðra,
eru nú í landinu, og þeim fer fjölgandi og gefast vel. Þótt
einyrkjabúskapurinn verði vart umflúiim í framtíðinni
nema með ]>ví móti að taka upp félagsbúskap í stærri slíl
en gert liefur veriö, þá verður að leysa úr erfiðasta vanda-
máli hans. En það er að geta fengið keypta lijálp, þegar
slys eða veikindi ber að höndum hjá einyrkjanum eða
konu hans. Þetta er lielzt liægt að gera með því, aö hreppa-
búnaðarfélögin eða einhver tiltekinn liópur bænda ráði
vel verki farna menn, sem ynnu 1 lil 2 vikur á ári hjá