Búnaðarrit - 01.01.1964, Blaðsíða 166
] 60
BÚNAÐARRIT
smálestum eða liafði aukizt um 63%. Mjólkurframleiðsl-
an var árið 1934 47,6 milljón kg, en árið 1960 103,4 milljón
kg. Aukning á þessu tímabili nemur því 117%. Fram-
leiðsla garðávaxta, þ. e. kartaflna og rófna, var talin árið
1934 6,4 þúsund smálestir, en 1960 15 þúsund smálestir.
Neinur aukningin ]>ví 8,6 þúsund smálestum eða 134%.
Onnur garðrækt úti eða í gróðurhúsum var sáralílil árið
1934, en liefur aukizt mjög síðan, og var árið 1960 sam-
kvæmt haggkýrslum 1155 smálestir. Framleiðsla eggja
Jiefiir stóraukizt og var árið 1960 880 smálestir. Þá liefur
framleiðsla ullar, gæra, húða og skinna aukizt mjög í
lilutfalli við aukningu kjötframleiðslunnar.
Heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar óunn-
innar árið 1960 samkvæmt liagskýrslum er lalið 867 millj-
ónir króna, og mun á s. 1. ári liafa verið meiri en 1 millj-
arður íslenzkra króna. Það er því ekkert smáræði, sem
bændastéttin leggur til í þjóðarbúið árlega. Framleiðni
á mann í landbúnaðimun mun nú vera sízt minni að með-
altali en í öðrum atvinnuvegum þjóðarinnar. Auk þess
sem landbúnaðurinn framleiðir nú allsnægtir fyrir alla
þjóðina af hinum verðmætu og góðu búfjárafurðum eins
og mjólk og mjólkurvörum livers konar, kjöti og eggjum
og mikinn liluta af þeim garðávöxtum og grænmeti, sem
þjóðin neytir, ásamt ull og skinnum til innleuds iðnaðar,
þá er einnig flutt út árlega allmikið magn af landbúnaðar-
vörum. Árið 1960 nam verðgildi útfluttra landbúnaðar-
vara fob. 204.000.000,00 kr., sem er þriðjungi bærri upp-
bæð en innflutningur á rekstrarvörum til landbúnaðarins
nam það ár. Þess ber að geta, að nokkuð af laiulbúnaðar-
vörunum, einkum kjötið, er framleitt bér á landi fyrir
lægra verð en bjá nágrannaþjóðum vorum bæði austan
liafs og vestan.
Þegar rætt er um gildi landbúnaðarins fyrir þjóðarbú-
skapinn, þá þarf að taka tillil til þess, að vinnsla úr bú-
vörum frá því þær koma frá bændum, þar til þær eru sebl-
ar neytendum eða fluttar út, og livers konar þjónusta við