Búnaðarrit - 01.01.1964, Blaðsíða 39
SKYRSLUR STARFSMANNA
33
Unnið var með 14 skurðgröfum í inínn umdæmi. Þar af
var 1 í Austur-Skaftafellssýslu, en Egill Jónsson, liéraðs-
ráðunautur, mældi fyrir skurðum á því svæði.
Á þessu ári fór ég aðeins eina mælingaferð til Austur-
landsins. Ég ætlaði að leggja upp í aðra mælingaferð þang-
að liinn 24. ágúst, en þann dag veiktist ég og var við rúmið
til 8. sept. Þann dag lagði ég upp í ferðina, en næsta dag,
þegar ég kom til Akureyrar, var leiðin til Ansturlands
orðin ófær vegna sn jóa, svo að ég mátti liætta við ferðina.
Páll Sigbjörnsson, liéraðsráðunaulur Búnaðarsambands
Austurlands, hljóp í skarðið fyrir mig og mældi fyrir
skurðum það sem á vantaði þar eystra.
Mælingar fyrir vatnsleiðslum
Gerðar voru mælingar og áætlanir fyrir neyzsluvatns-
leiðslum handa 41 býli, 2 félagsheimilum, 1 skóla og 1
veitingahúsi, alls 36,2 km. Ennfremur voru veiltar leið-
beiningar um vatnsleiðsbir, án mælinga, og látnir í té upp-
drættir af 3 rotþróm.
Önnur störf
Ég gerði athuganir á landbroti við Héraðsvötn í Skaga-
firði, við Hörgá í Eyjafiröi og við Þjórsá, fyrir landi
Fljótsbóla í Flóa.
Þann 5. febrúar liélt ég fund með lireppsnefnd Fljóts-
blíðárhrepps. Lagði ég þar fram bráðabirgðaáætlun um
stokklagningu Þverár, gerða eftir uppdrætti frá árinu
1929. Óskað var eftir, að ég héldi áfram athugunum og
gerði mælingar til grundvallar nákvæmari áætlun.
Að kvöbli sama dags hélt ég tvö erindi með skugga-
myndum í Þykkvabæ. Annað um nýlega tegund af skurð-
hreinsunarvél, en bitt um regnáveitu, fyrst og fremst til
varnar frostskemmdum á kartöflum.
Með mér var Óli Valur Hansson, garðyrkjuráðunautur,
er einnig flutti erindi.
HÚNAÐAUHIT
3