Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 84
78 BÚNAÐAIiRIT
8toSarráðunautur samkvæmt tillögu minni og meðmælum.
Þegar ég veturinn 1962 ákvaS að liætta forstöðu skóla
og staðar á Hólum, skrifaði ég stjórn Búnaðarfélagsins
bréf, ]tar sem ég óskaði eftir að fá fyrra starf mitt aftur.
Þorkell liafði þá ekki verið fastráðinn í starfið, og mér
hafði verið tjáð, að það mundi verða auglýst.
Hér skulu ekki raktar ástæður fyrir því, að ég ákvað að
liætta skólastjórn á Hólum, en eins og ástæður voru orðn-
ar vildi ég reyna að fá aftur það starf, sem ég liafði gegnt
hjá Búnaðarfélaginu í 22 ár og hafði lagt talsvert í sölurn-
ar fyrir, enda mjög kært viðfangsefni.
Stjórn Búnaðarfélagsins synjaði umsókn minni um að
koma aftui' í starfið, og ekki hef ég orðið var við, að það
liafi verið auglýst eða endanlega gengið frá ráðningu í
það. Á sama fundi samþykkti stjórn félagsins að leggja til
við landbúnaðarráðuneytið, að ég yrði styrktur til náms
erlendis í alifuglarækt og svínarækt. Steingrímur Stein-
þórsson bauð mér styrk frá OECD til að sækja mánaðar-
námskeið fyrir búnaðarskólastjóra í Ziiricli. Fór ég þang-
að og bafði gagn og ánægju af því. Landbúnaðarráðuneyt-
ið stuðlaði að ]>ví, að ég blyti styrk frá OECD til 5 mánaða
dvalar við nám í Landbúnaðarbáskólanum í Kaupmanna-
böfn og tilraunastofnun hans hjá prófessor Hjalmar
Clausen og lektor J. Bælum. Þar sem námstiminn varð
lengri en upphaflega var gert ráð fyrir, styrkti landbún-
aðarráðuneytið mig sem því nam. Fyrir þessa styrki, og
þann velvilja, sem mér var sýndur í sambandi við þessa
námsferð, er ég þakklátur.
í október 1962 var ég skipaöur í fyrri kennarastöðu
mína á Hvanneyri, og kenndi ég þar s. I. vor og annaðist
prófdómarastörf. t júlímánuði s. I. undirritaði ég svo
starfssamning um ráðunautarstarf í alifugla- og svínarækt
hjá Búnaðafélagi Islands.
Ymis erindi vegna lirossaræktarinnar bafa ætíð, síðan
ég sagði því starfi lausu, lent á fjörur mínar. Á ferðum
mínum í Sviss og Þýzkalandi sumarið 1962 má segja, að