Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 149
B ÚNAÐARÞIN G 143
Málin afgreidd með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 21 samhlj. atkv.:
Búnaðarþing leggur til við Alþingi, að landbúnaðarráð-
herra skipi fimm manna nefnd til að atliuga, livernig bezt
verði við komið stuðningi við bændur með of lítil bú, við
frumbýlinga í búskap, og þá bændur, sem reyna vilja nýtt
búrekstrarskipulag, svo sem samvinnubúskap, blutafélags-
húskap eða á öðrum félagslegnm grundvelli.
Eftirtaldir aðilar tilnefni menn í nefndina: Búnaðar-
félag íslands tvo, Stéttarsamband bænda tvo, landbúnað-
arráðherra skipi einn mann, án tilnefningar. Nefndin skili
tillögum um þetta mál í frumvarpsformi fyrir næsta Al-
þingi.
GreinargerS:
Búnaðarþing hefur fengið til meðferðar frumvarp til
laga um hreyling á lögum um Stofnlánadeild landhún-
aðarins, flutt á Alþingi af Hannibal Valdimarssyni og
Lúðvík Jósefssyni. Það frumvarp gerir ráð fyrir aukningu
á lánsfé til stofnframkvæmda og lengri lánstíma 1 i I þeirra,
sem stofna vilja til félagsbúskapar.
I annan stað hefur komið til meðferðar þingsins tillaga
frá Sigmundi Sigurðssyni um, að skipuð verði nefnd til
að gera tillögur til löggjafar um þessi efni. Þá hefur alls-
herjarnefnd farið yfir frumvarp um samvinnubúskap, sem
flutt er á Alþingi af Páli Þorsteinssyni og fleiri þingmönn-
um Framsóknarflokksins í efri deild. Frumvarp þetta
gerir ráð fyrir sérstöku f járframlagi til Landnáms ríkisins,
10 milljónum króna árlega um na:stu 10 ár til stuðnings
við stofnun samvinnubúa.
Búnaðarþing telur, að áðurnefnd frumvörp séu mjög
athyglisverð, og að liér sé hreyft við mjög þýðingarmiklu
niáli, sem krefst skjótrar og jákvæðrar úrlausnar.
Búnaðarþing telur eitt höfuðatriðannaviðaðskapaungu
fólki framtíðarmöguleika í sveitunum sé að tryggja því
fjármagn með ódýrum liætti lil bústofnsmyndunar, bygg-