Búnaðarrit - 01.01.1964, Blaðsíða 26
20
BÚNAHAIÍ R I T
Búnaðardeilil Atvinnudeildar Háskólans, Bændaskólann
á Hvanneyri og Búnaðarfélag Islands. Áður en þeir fóru
liéðan gengu þeir á fund landbúnaðarráðherra og mennta-
málaráðherra, ræddu mikið við þá, og hét rektor Miltliers
að senda tillögur þeirra til ríkisstjórnarinnar í vetur.
Landbúnaðarráðherra bauð nokkrum grænlenzkum
hændum að lieimsækja Island, en honum var kunnugt
um, að þcir hefðu hug á að kynnast íslenzkuin landbún-
aði, sérstaklega sauðfjárrækt. Ráðlierra bað Búnaðarfé-
lag Islands um að annast móttökur liinna grænlenzku
gesta. Þeir komu til Reykjavíkur 19. september og dvöldu
Iiér á landi lil 3. okt. Grænlendingarnir voru 12,fimm fjár-
hændur með konur sínar, formaður Búnaðarfélags Græn-
lands, lierra Peter Mozfeldt, og fréttamaður grænlenzka
útvarpsins, lierra Hans Janussen. Grænlendingarnir heirn-
sóttu lielztu búnaðarstofnanir í Reykjavík og ræddu við
forystumenn landbúnaðarins. Þeim var boðið í ferðalag
um Borgarfjörð og vestanvcrl Norðurland til Hóla í
Hjaltadal. Þar dvöldu sumir þeirra í nokkra daga, en
aðrir úr hópnum á Hvanneyri og á Hesti. Einnig var þeim
hoðið í ferðalag um Suðurland. Á ferðum þessum komu
Grænlendingarnir í margar réttir, sláturhús og á hrúta-
sýningar. Þá komu þeir á marga bæi og í nokkra skóla.
Síðustu dagana dvöldu gestirnir í Reykjavík. Síðasta
kvöldið liafði landhúnaðarráðherra kvöldverðarboð fyrir
þá í ráðlierrabústaðnum. Grænlendingarnir létu vel af
dvöl sinni hér, veitlu athygli öllu því, sem fyrir augun
har, og töldu ferðina liina lærdómsríkustu. Eftir lieim-
komuna hafa þeir skrifað mikið í grænlenzk blöð um
ferð sína lil Islands, um landbúnað og önnur málefni.
Hinir grænlenzku gestir voru ágætir fulltrúar þjóðar
sinnar. Þeir eru okkar næstu nágrannar, cn til þessa höf-
um við liaft of lítil kynni af þeim.
Búnaðarfélag Islands þakkar þeim mörgu erlendu gest-
um, sem lieimsóttu það á árinu, fyrir komuna, og fyrir
þann fróðleik og þá ánægju, sem þeir veittu okkur. Bún-