Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 106
100
BÚNABARRIT
Tafla V sýnir tölulegt yfirlit yfir, live margir liafa ráð-
izt og hve mörgum beiðnum var ekki hægt að fullnægja.
Um hið síðara má segja, að tölurnar gefa ekki rétta mynd
þar, því að alltaf eru það einhverjir, er vista eitthvað af
þeim einstaklingum, sem ráðningarstofan vísar á, þó að
hún fái aldrei vitneskju um það. Hlutverk liennar er ekki
að ganga endanlega frá vistunarsamningum, þess vegna
er lienni ekki alltaf kunnugt urn málalokin.
Tafla VI. Urlausnir verkafólks
Karlar Konur Droiifijir Slúlkur Alls
Ráðið ................ 66 88 171 72 397
Hætt við eða ráðið
sjálft .......... 52 45 44 49 190
Samtals 118 133 215 121 587
Tafla VI sýnir í öðru lagi, hve margt af því fólki, sem
óskað liefur vistunar, hefur ráðizt fyrir meðalgöngu ráðn-
ingarstofunnar, en önnur línan sýnir þá hópa, sem hafa
hætt við að fara í sveit eða leitað sjálfir að stöðum, sem
betur hafa líkað en þeir, er bent var á. Tölurnar sýna, að
því nær þriðjungur þess fólks, sem eitt sinn liefur látið
skrá sig, hefur farið sínar götur, en við því er ekkert að
gera.
]{. Erlent verkafólk
Svo sem á er drepið í inngangi þessa þáttar hefur hóp-
ur útlendinga farið minnkandi, en þó eru þeir nokkrir,
sem um er að ræða.
Fullyrða má, að starf ráðningarstofunnar er langlum
meira - og líklega þrefalt meira — vegna hvers útlend-
ings, sem ráðinn er en þegar um Islendinga er að ræða,
jiað gera bréfaviðskiptin við bæði jiá, er koma og svo liina,
er spyrja, en ekki vistast.