Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 154
148
BÚNAÐARRIT
Jafnframt nndirliúi stjórn Búnaðarfélags Islands laga-
breytingu, sem lieimili nauðsynlegar ráðstafanir í þessu
skyni og tryggi fjármagn til framkvæmda.
Mál nr. 21
Erindi Ossurar GuSbjartssonar varSandi leiSbeininga-
þjónustu um œSarvarp.
Afgreitt með máli nr. !í.
Mál nr. 22
Erindi Agnars GuSnasonar og Jónasar Jónssonar varS-
andi liiggjöf um verzlun, innflutning og eftirlit meS sáS-
vöru.
Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags Is-
lands að leila samstarfs við Búnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólans og Tilraunaráð jarðræktar um, að þessir aðilar
tilnefni sinn manninn hver í nefnd, er semji frumvarp til
laga um vferzlun og eftirlit með sáðvöru. Frumvarpið legg-
ist fyrir næsta Búnaðarþing.
GreinargerS:
H ér á landi er ekki lil nein heildarlöggjöf, sem mælir
fyrir um verzlun með sáðvöru. Ilver sem er getur flutt inn
fræ og selt það óhindrað í landinu, án þess að liann sé
skyldugur að gefa upp, liver gæði vörimnar eru eða upp-
runi. Bændur eru varnarlausir. Þeir kaupa oft á tíðum
fræ af þeim aðila, sem selur ódýrasta fræið, án tillits til
jiess, hvort það hentar staðliáttum hér.
Ef ein stofnun hefði vald til Jiess að ákveða, hvaða sáð-
vara er flutt inn í landið og seld hér, J)á skapaðist nægilegt
aðhald og meiri trygging væri fyrir jiví, að inn væru flutt-
ar heztu fáanlegu sáðvörurnar á hverjum tíma. Stofnun
sú, sem liefði Jietta verkefni, gæti jafnframt annazt samn-
inga við erlenda aðila um framræktun á lientugum stofn-
um af algengustu grastegundum og komafbrigðum. Það
ætti öllum að vera Ijóst, að Jiað ófremdarástand, sem hér