Búnaðarrit - 01.01.1964, Síða 171
LANDBUNABU lilNN
165
þess aiV þeir hafa aðstöðu til þess að afla sér aukatekna
samhliða búskapnum. Þessir bændur þurfa ekki nauðsyn-
lega að liraða framkvæmdum. Hinir aftur á móti, seni hafa
ekki aðstöðu til að afla sér aukatekna samhliða búskap,
hafa enn lítil tún og eiga margt ógert til umbóta á jörð-
um sínum, eru í hættu. Takist þeim ekki að bæta aðstöðu
sína til búskapar með aukinni ræktun og auka með því
tekjurnar og það fljótt, verða þeir undir í samkeppninni
og geta neyðzt til þess að yfirgefa jarðirnar. Þessir bænd-
ur, og ]>eir eru allmargir, þurfa sérstaka aðstoð, sem um
munar við að stækka túnin. Það er ekki bættur skaði, ef
margar jarðir fara í eyði. Víða hagar svo til, að taki hyggð-
in að gisna, er heilum sveitum hætt við að fara í auðn,
eins og dæmi eru til. Slíkt má ekki korna fyrir. Það verð-
ur að stöðva samdrátt byggðarinnar, ]>ólt ekki sé ástæða
til að fjölga býlum nú um sinn.
Ég er bjartsýnn á framtíð landhúnaðarins. Bændur
standa í vel liálfnuðu verki við að breyta búskapnum í
nýtízku horf, þ. e. vélvæða húin, byggja upp á jörðunum,
rækta landið og stækka búin, svo að þau verði hagkvæm
að stærð, og um tveir þriðju lilutar bændabýla liafa feng-
ið rafmagn. Leiða þarf raforkuna hið allra fyrsta á þau
býli, sem ekki hafa enn fengið liana. Raforkan er það afl,
sem ekki er hægt að vera án í nútíma þjóðfélagi.
Bændur munu ótrauðir halda áfram umbótum. Þeir
munu tvöfalda túnstærðina á næstu 10—12 árurn og auk
])ess bæta beitilöndin. Með því auka þeir fóðuröflunina,
svo að liægt verður að fóðra allt búfé til fullra afurða.
Þegar því marki er náð, þarf að fjölga búfé — stækka bú-
in, sem enn eru of lítil, svo aö liver framleiðslueining verði
liagkvæm.
Þetta mun lakast, fái bændur að búa við réttlátt verð-
lag á búvörum, og fái landbúnaðurinn að njóta jafnréttis
við aðra atvinnuvegi um aðgang að lánsfjármagni þjóðar-
innar í hlutfalli við það fjármagn, sem biiula þarf í at-
vinnurekstrinum, og þær tekjur, sem bann gefur af sér.