Búnaðarrit - 01.01.1964, Blaðsíða 249
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
243
fótum, ullin sæmilega livít, mikil ojj; góð. Fnllorðnu syn-
irnir eru albræður, allir kostamiklir I. verðlauna hrútar,
hrútlömbin ágæt hrútsefni, annað metfé, ærnar vænar,
með mjög víðan brjóstkassa, holdgóðar á baki, mölum og
í lærum, gimbrarlömbin ágætlega væn, hohlgóð, jafnvaxin
og kynfesta mikil. Dætur Durgs eru enn lítið reyndar til
afurða, en án efa má vænta |>ess, að Durgur verði mikill
kynbótahrútur.
Durgur 6 hlaut II. verðlaun jyrir ajkvœmi.
Eyrarsve.it
Þar var sýndur einn hrútur með afkvæmum, Börkur
Guðmundar Guðmundssonar, Hallbjarnareyri, sjá
töflu 38.
Tafla 38. Afkvæmi Barkar 55 á Hallbjarnareyri
i 2 3 4 5 6
F'aðir: Börkur* 55, 5 v 87.0 105.0 79 33 25.0 128
Synir: Sónii, 2 v., I. v 78.0 102.0 78 35 25.0 132
Loki, 1 v., I. v 67.0 97.0 71 33 22.0 128
3 Iirútl., 1 tvíl 42.7 82.3 — — 18.7 120
Dætur 8 ær, 2-3 v., 1 tvíl., 1 lét .... 58.2 92.1 — — 20.1 123
3 ær, 1 v., geldar 55.3 90.0 — — 19.3 126
7 gimbrarl., 4 tvíl 36.6 80.0 — — 17.9 117
Börkur 55 er ættaður frá Clir. Ziemsen, Stykkishólmi,
f. Valur 40, m. Hæglát 524. Börkur er blákolóttur á liaus,
svipmikill, jafnvaxinn, lioldgóður og ræktarlegur. Af-
kvæmin eru kollótt, livít, sum gul í hnakka, einn lamb-
hrúturinn svartur, skyldleikaræktaður. Fullorðnu synir
Barkar eru ágætlega jafnvaxnir og holdgóðir, en léttir I.
verðlauna lirútar, eitt hrútlambið ágætt lirútsefni og hinir
allgóðir. Ærnar og gimbrarlömbin eru með víðan brjóst-
kassa, ágætlega holdgott bak, holdmikhir malir og læri,
sumar dæturnar í styttra lagi og freinur þroskalitlar, en
kynfesta mikil.
Börkur 55 hlaut II. verölaun jyrir afkvœmi.