Búnaðarrit - 01.01.1964, Síða 99
SKÝRSLUR STARFSMANNA
93
maSur Ungmennafélags Islands Iiefur víða sýnt myndir
úr safninu, nokkrir kennarar við barna- og ungmenna-
skóla liafa fengið myndir að láni. Þá liafa ráðunautar
Búnaðarfélags íslands að sjálfsögðu hagnýtt myndasafn-
ið eftir þörfum í störfum sínuni, svo og starfsmenn Véla-
sjóðs.
Á árinu voru keyptar fjórar nýjar kvikmyndir og nokkr-
ar myndræmur.
Samstarfinu við upplýsingaþjónustu landbúna&arins á
NorSurlöndum var lialdið áfram, og mætti ég á ársfundi
samtakanna í aprílmánuði. Við það lækifæri er samstarf-
ið skipulagt fyrir hvert ár, en annað hvert ár er þing
haldið og þá kynnt framleiðsla mynda og kvikmynda
tveggja ára, og eru J)au þing haldin til skiptis í þátttöku-
löndunum, en hafa aldrei verið háð á Islandi.
FræSsluritaútgáfan hefur staðnað. Út hafa komið 39
fræðslurit samtals, og á árinu liefur verið unnið að riti,
sem ekki tókst að koma á prent, af ]>ví að margir aðilar
fara liöndum um Jiað, Jiar eð nokkur svið Jiess eru lítt
plægð og fagfólk á sviði hússtjórnar, kjötiðnaðar og mál-
fræði verða að fara höndum um.
Ril ]>etta fjallar um nýtingu kjöts sem iðnaðarvöru og
sem fæðu. Má nefna í þessu sambandi, að fjöldi útlendra
orða er notaður, afhakaður meðal almennings, af })ví að
íslenzk orð liafa ekki fundizt eða ekki verið tiltæk í dag-
legu máli. Málfræðingar og nýyrðanefnd eru í samstarfi
hér, og er ætlunin að hæta úr, ef verða má, með íslenzkum
heitum, J)ar sem þau Iiefur vantað eða utbreiða innlend
heiti, sem almenningur virðisl ekki liafa ])ekkt né gert
sér munntöm.
Rá&unautafundir liafa um undanfarin ár verið haldnir
reglulega annað livert ár. Venjan liefur verið að lialda
})á um mánaðamót nóv.—des., en árið 1962 féllu J)eir
niður og færðust |»ví fram á árið 1963. Stóðu ])eir yfir
vikuna 7.—13. marz, að báðum döguin meötöldum. Hafði
ég umsjón með fundum Jiessum eins og að undanförnu.