Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 73
SKÝRSLUK STARFSMANNA 67
iii jög álitlegt. Mjólkurfitan liækkar sennilega hjá báðum
hópunum, þegar líður á mjólkurskeiðið. Á öðru ári eru
í uppeldi 20 kvígur undan hvo:um þeirra, Munk frá
Munkaþverá og Frey frá Hellu, sem því miður varð að
fella. Á 1. ári eru í uppeldi 20 kvígur undan hvorum
þeirra, Baug frá Þórustöðum og Núma frá Efra-Langholti
í Hrunamannahreppi.
í Laugardœlum lauk á árinu endurtekinni rannsókn á 7
dætrum Blciks S247 og 6 dætrum Grana S259. Meðalaf-
urðir dætra Bleiks á 2. mjólkurskeiði (301 degi) urðu
2667 kg með 4.11% mjólkurfitu, þ. e. 10961 fe, en dætra
Grana 3007 kg með 4.16% mjólkurfitu, sem svarar til
12509 fe. Á nautgripasýningum 1963 voru sýndar fleiri
dætui' þessara nauta. Hlaut Grani þá I. verðlaun, en næg
reynsla þótti ekki komin á dætur Bleiks til þess, að hann
lilyti sömu viðurkenningu að svo stöddu. 1 afkvæmarann-
sókn á 1. mjólkurskeiöi voru 11 dætur livors þeirra,
Krumma S264 og ICjarna S276, og lauk lieuni á árinu.
Meðalafurðir þessara dætra Krumma urðu 2000 kg með
4.11% mjólkurfitu, þ. e. 8220 fe, og dætra Kjarna 2232
kg með 3.85% mjólkurfitu, ji. e. 8593 fe, allt rniðað við
301 dag. Þá háru á árinu 11 dætur Smára S277 og 9 dæt-
ur Kolskeggs frá Minni-Mástungum, en 1. mjólkurskeiði
er ekki lokið. I febr.—marz 1964 eiga að bera 33 kvígur
undan þremur nautum: Brandi frá Efri-Brúnavöllum,
Eldi frá Bjargi og Ljóma frá Reykjadal. Á öðru ári eru í
uppeldi 24 kvígur alls undan Kyndli frá Rifshalakoti,
Búa frá Efra-Langholti og Kolskildi frá Stærri-Bæ. Á
tímabilinu okt.—des. voru keyptir 24 kvígukálfar undan
nautunum Boða frá Austurkoti, Gylli frá Túni og Neista
frá Skriðufelli.
Bústofn og framkvæmdir ú Lundi. Á húfjárræktarstöð-
inni voru í árslok 30 kvígur að 1. kálfi, 44 kvígur á 2. ári,
40 kálfar á 1. ári og 20 eldri kýr. Að meðtöldum nautum
sæðingarslöðvarinnar átti S. N. E. þannig 153 nautgripi.
Svínaeignin var 33 gyltur, 3 geltir og 283 grísir á ýmsum