Búnaðarrit - 01.01.1964, Blaðsíða 245
AFKVÆMASÝNINCAR Á SAUfiFÉ
239
ar lýtalausar, brjóstkassi sívalur og rúmmikill, bak breitt
og sterkt, framúrskarandi mikil og bétt liold á baki, möl-
um og í lærum, lágfætt, fætur beinir, sterkir og rétt settir.
Eblri synirnir eru báðir góð'ir I. verðlauna lirútar, ærnar
vel þungar miðað við stærð og óvenju samstæðar, lamb-
lirútarnir allir prýðileg brútsefni, nema einn, bann þó
sæmilegur, gimbrarlömbin mjög vel gerð og álitleg b'f-
lömb. Afkvæmahópurinn er mjög glæsilegur, óvenju jafn
að gerð og vænleika, og ber með sér óvenju sterk einkenni
ræktunar. Afkvæmin eru lífleg og kvik í hreyfingum. 1
eign Sigurðar á Felli eru aðeins til 10 ær undan Garra, ein
4 vetra og níu 3 vetra. Engin tvævetla er til, þar sem Garri
var lánaður þann veturinn. Þessar ær voru allar sýndar
með föður sínum nú, bafa allar verið skýrslufærðar frá
]>ví gemlingar, og afurðir þeirra bafa verið sem bér segir:
Kjöt Kjöt Kjöt
Þyngdarauki eftir eftir eftir á, Áttu
Ár frá okt. til 1. niaí tvíl. einl. sem k. u. 1. tvö lömb
Genilingsárið...... 6.1 kg 19.6 kg 19.6 kg
1960— 1961 ...... -í-2.7 kg 29.1 kg 17.3 kg 23.8 kg 7
1961— 1962 ...... -=-2.9 kg 31.3 kg 20.5 lcg 27.0 kg 6
Enginn vafi er á því, að Garri er mikil kynbótakind til
að bæta vaxtarlag á fé, og eins er þegar sýnt, að dætur lians
verða góðar afurðaær. Rétt er því að veita Garra á Felli
og afkvæmum bans atliygli, og minna má á það, að sjaldan
fást mjög mörg lífbrútsefni undan einum lirút, jiegar ær-
stofninn er misjafn, eins og oft vill verða.
Garri 30 lúaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
Snæfellsness- og Hnappadalssýsla
1 sýslunni voru sýndir 8 afkvæmaliópar, 7 með brútum
og 1 með á.
Kolbei nsstaða h rep pu r
Þar voru sýndir 4 afkvæmaliópar, 3 með hrúlum og
einn með á, sjá töflu 35 og 36.