Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 17
ÞORSTEINN SIGURÐSSON xiii
innar væri lágt. Þorsteinn lióf fljótlega baráttu fyrir ]>ví,
að Biskupstungnainenn fengju aðild að mjólkurbúinu,
og fékk því loks til leiðar komið árið 1933 eftir mikið
erfiði og margar ferðir að heiman. Mun Þorsteinn í allri
málefnabaráttu sinni liafa fáuin sigruin orðið jafnfeginn.
Þorsteinn var lieilsuhraustur og starfsmaður mikill.
Hann lagði rækt við búfé sitt og bætti jörðina mjög að
ræktun og byggingum, og snyrtimennska var einn þáttur-
inn í fari hans. Á Vatnsleysu er stór og fallegur trjá- og
blómagarður sunnan við hið veglega íbúðarhús. Setja
bæði þessi mannvirki, húsið og garðurinn, mikinn svip
á staðinn og eru til vitnis um það, að sá er þau reisti,
bafi verið elju- og smekkmaður.
Þegar Þorsteinn var kominn um fimmtugt, þá fór hann
að kenna þreytu, enda þá þegar búinn að skila miklu
ævistarfi, en um það leyti gerðist það tvennt í senn, að
elztu börnin voru biiin að ná þeim aldri og þroska, að
þau fóru að taka á sínar berðar mikil störf við búskap-
inn og einnig, að Þorsteinn fékk nokkrar hvíldir frá
búskaparönnum vegna starfa sinna á Búnaðarþingi.
Félagsmálastörf Þorsteins voru einhver bin mestu, sem
nokkur bóndi hefur þurft að sinna, og liggja til þess
þær rætur, liversu áliugamá] lians og liugsjónir voru á
mörgum sviðum, liæfileikar og vilji til starfa í ríkum
mæli, og bversu liann naut almennrar mannbylli og
trausts. Þá kom það og til, livað hann var óeigingjarn
og laus við að vilja ná liagnaði fyrir sjálfan sig af störf-
um sínum til almenningslieilla. Þorsteinn var einlægur
samvinnumaður og umbótasinni í þjóðmálum. Af því
leiddi, að hann markaði sér ungur stöðu í stjórnmála-
baráttunni, með því að ganga í Framsóknarflokkinn.
Hvikaði hann aldrei síðan af þeim vettvangi. Fyrir al-
þingiskosningarnar 1923 vildi Tryggvi Þórliallsson fá
Þorstein til framboðs af liendi Framsóknarflokksins í
Árnessýslu. Þeir liöfðu kynnzt á námsárum Þorsteins á
Hvanncyri, en Tryggvi var þá prestur á Hesti. Þegar