Búnaðarrit - 01.01.1975, Blaðsíða 126
98
BÚNAÐARRIT
eru geymd um 242.000 strá. Milli nautastöðvanna voru
nokkur sæðisskipti úr völdum nautum á árinu, auk þess
skilaði Nautastöðin Kynbótastöðinni í Laugardælum
meginhluta þess magns af lioldanautasæði, sem hún liafði
fengið lánað undanfarin tvö ár.
Nautastofninn. Á Naulastöðinni voru á fóðrum 11 —18
naut í senn. 1 árslok voru þau 11, en auk þeirra vom 2
í uppeldi á Lundi og 5 í einangrun annars staðar. Aldrei
liafa færri naut verið á stöðinni og í uppeldi á vegum
hennar. LFng naut liafa reyndar verið fá flest árin, síðan
stöðin tók til starfa. Það kom ekki mjög að sök, á meðan
mörg fullorðin naut voru þar, en mun há starfsemi henn-
ar næstu árin. Hömlur em miklar við að fá flutta kálfa
á stöðina úr öllum héruðum, og einnig virðist, að henni
standi ekki til boða nógu margir nautkálfar. Verður að
fást breyting á þessu hið fyrsta.
Slátrað var 15 nautum á árinu, og eitt holdanaut var
selt Bændaskólanum á Hvanneyri. Eru þau talin hér á
eftir. 1 sviga aftan við nöfn nautanna er tala stráa með
sæði úr þeim, þegar þau voru felld, slátrunardagur og
fallþungi í kg: Vaskur 71007 (6800, 10.1., 324), Hrafn
N187 (5500, 10.1., 400), Tungujarl 71012 (8100, 10.1.,
330), Natan N207 (7900, 5.2., 382), Drafni 71002 (6900,
5.2., 340), Vinur (0, 5.2., 197), Dökkvi 71023 (7100, 20.5,
363), Laxi 71028 (6800, 20.5., 276), Glói V87 (0, 24.7.,
300), Snorri 72004 (6100, 15.11., 314), Brúskur 72007
(7200, 15.11., 258), Birkir 72008 (6000, 15.11., 280),
Skuggi 72013 (7000, 15.11., 251), Homi 73002 (1900,
15.11., 255), Glymur 73007 (0, 15.11., 156), Viski 72509
(3700, fluttur til lífs að Hvanneyri 27.7.). Voru þessi
naut felld, eftir að því sæðismagni liafði vetið safnað úr
hverju, sem kynbótanefndin ákvað, að skyldi frysta. Vin-
ur var ungt naut, sem aldrei vildi stökkva, og Glói V87
hafði ekki verið notaöur síðan 1969 til annars en standa
undir við sæðistöku.
Á skrifstofunni var starfið svipað og áður. Uppgjör á