Búnaðarrit - 01.01.1975, Síða 396
368
BÚNAÐARRIT
Bolli Bátsson á Kjalvararstöðum frá Hesti, voru efstir af
þeim kollóttu. Þeir eru báðir lilutfallagóðir og lágfættir.
Tvævetlingarnir Glaður og Patti í Samtúni stóðu efstir
af þeim hymdu, ásamt Dósa í Giljahlíð frá Gullbera-
stöðum. Samtúnsbrútarnir eru báðir úrvals kindur og
Dósi mjög álitlegur. Kollóttu tvævetlingarnir Rati, eign
Sauðfjárræktarfélagsins, sonur Prúðs og ær nr. 2133 á
Hesti, Snepill í Nesi frá Hægindi og Gulur Prúðsson í
Hægindi voru efstir í sínum flokki. Þeir eru allir úrtöku-
góðir og leggstuttir. Veturgömlu, byrndu lirútarnir Gilli
í Gróf frá Gilsbakka, Þróttur á Skáney og Valur Molason á
Kletti frá Ilesti stóðu efstir í sínum aldursflokki. Gilli og
Þróttur era báðir metfés kindur, en Valur er einstök
holdakind og með afbrigðum lágfættur. Af veturgömlum
kollóttum voru efstir Indi í Giljalilíð frá Hægindi, Tússi
Prúðsson á Stóra-Kroppi og Nasi í Geirshlíð frá Nesi.
Lundarreykjadalshreppur. Þar voru sýndir 22 hrútar,
16 fullorðnir, sem vógu 105,7 kg að meðaltali, og 6 vetur-
gamlir, sem vógu 86,3 kg til jafnaðar. Þeir voru þyngstir
sýndra brúta í sýslunni að meðaltali eða um 5 kg fyrir
ofan meðallag, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun hlutu 17
hrútar eða 77,3% sýndra hrúta. Bezlir af 3ja vetra hrút-
um og eldri voru Baron Guðmundar á Gullberastöðum
frá Hesti, sem er metfé að allri bvggingu, Prins á Krossi
frá Hesti, sonur Anga 229, og Mökkur á Kistufelli, einnig
frá Hesti. Prins er úrtökugóð kind, rýmismikiíl, liold-
góður og lágfættur. Mökkur er blutfallagóðuroglágfættur.
Tvævetlingarnir Hlynur og Sproti á Krossi frá Hesti og
Klaki á Gullberastöðum eru allir kostamiklir lirútar.
Denni Hlynsson, Harmur frá Hesti, sonur Anga 229 og
Löxu 1498, báðir á Krossi og Kraki á Gullberastöðum frá
Hesti, sonur Mola 260, voru álitlegastir af veturgömlu
hrútunum í hreppnum. Þeir eru allir afar lágfættir, bold-
góðir og vel gerðir.
Skorradalshreppur. í breppnum voru sýndir 27 lirútar,
11 sunnan varnargirðingar og 16 norðan. Fullorðnir brút-