Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 120
92
BÚNAÐARRIT
töfum. Yar áfram rætt við fulltrúa Sauðfjárveikivarna
um nauðsynlegar úrbætur. Standa vonir til þess, að þessi
mál verði leyst með stofnun nautauppeldisstöðvar með
einangrunaraðstöðu.
Holdanautarœkt. Á Hvanneyri voru í árslok 1973 á
holdanautabúinu 24 kýr og 18 kálfar um liálfs árs gamlir,
en á árinu liafði verið slátrað 6 kúm, 4 nautum um 2Y2
árs og 10 geldneytum um 1 árs gömlum. Tvö af nautun-
um liöfðu verið notúð til kúnna um sumarið. Geldneytin
tíu voru felld um mánaðamótin nóv.—des. 1 árslok 1974
voru á búinu 43 gripir, þar af 21 kýr, 7 kvígur á 2. ári
(þar af 4 aldar til slátrunar síðar í vetur), 14 kálfar og
nautiðViski 72509 frá Nautastöðinni, eina nautið,sem not-
að liafði verið til kúnna um sumaríð. Af nautkálfunum
liafa 3 verið teknir frá til undaneldis. I desember var
slátrað 6 nautum á 2. ári, sem höfðu verið inni allt sum-
arið, 3 kúm og 4 kvígum á 2. ári. Ég tók mál af föllunum
af nautunum og geldkvígunum í sláturliúsinu í Borgamesi.
Aðstaða til að liafa lioldanautin á Hvanneyri er slæm,
einknm gagnvart liýsingn, vinnuaðstöðu og staðsetningu
beitilands, og er ekki hægt að hafa Heiri en 24 kýr þar nú.
Vclskýrsluhald. Eins og getið er liér að framan, var
unnið kappsamlega að því á árinu að taka upp vélskýrslu-
hald í þeim félögum, þar sem ]iað hafði ekki verið áður,
og tókst það að fullu. Af liálfu Búnaðarfélags Islands
féll það einkum í hlut Jóns Viðars Jónmundssonar,
Hvanneyri, (sjá einnig skýrslu búnaðarmálastjóra). 1
liinum einstöku liémðum unnu héraðsráðunautar að mál-
inu og notuðu tækifærið til að gera átak í því að auka
skýrsluhahlið. Jón Viðar fór yfir skýrslurnar, er þær
komu frá ráðunautunum, áður en þær fóru til götunar
í þeirri deild félagsins, og hafði náið samband við þá.
Á 4 árum hefur tekizl að skipta um skýrslukerfið í öllum
nautgriparæktarfélögunum. Endanlegri tilhögun skýrslu-
kerfisins er nær því lokið, og liefur Jón Viðar Jónmunds-
son unnið það verk. Ýmis undirbúningsvinna liafði farið