Búnaðarrit - 01.01.1975, Blaðsíða 378
350
BÚNAÐARRIT
ingaliolti, ættaður frá Hóli, er holdmikill og þungur, en
hefur tæplega nógu sterkt hak og er of gulur á ull. Af
2ja vetra hrútunum voru beztir Fantur Kyllisson 812, sem
jafnframt var talinn beztur af lirútunum í Skagafirði.
Fantur er jafnvaxinn, liarðholda, þróttlegur, með frábær
hak- og lærahold, ágæt malahold, svera og rétta fætur, en
ullarlítill. Moldi Pálma á Syðra-Skörðugili er sverfættur,
með góð hold í lærum og mölum, en tæp bakhold. Hörður
Sigurpáls á íbishóli, ættaður frá Steiná, er holdmikill, en
fullgrófur. Af eldri hrútunum var Máni Þórsson 814
Hjalta í Víðiholti beztur. Hann er með kúpt og holdmikið
bak og ágæt læri, ræktarlegur, en fullkviðaður.
Sta&arhrepur. Þar voru haldnar tvær sýningar, sem
voru lítið sóttar. Alls voru sýndir 30 hrútar. Bæði þeir
fullorðnu og veturgömlu voru 2,7 kg þyngri en jafnaldr-
ar þeirra í sýslunni. Enginn veturgamli hrúturinn hlaut
I. verðlaun, en af eldri hrútum lilutu 6 I. verðlaun eða
28,6%. Á sýningunni í Holtsmúla lilaut aðeins 1 hrútur
I. verðlaun mínus, en þar voru hrútarnir grófir, liold-
litlir og slæmir í lærum. Á Hólssýningunni voru taldir
beztir Snær Jóhanns í Sólheimum og Fengur Bjarna á
Hóli. Snær er bakbreiður og holdgóður, slakur í lærum
og háfættur. Fengur er ættaður af Skagaströnd, fremur
lágfættur, jafnvaxinn, með ágæta bringu og breitt bak.
Rípurhreppur. Sýningin var vel sótt og mikill áhugi
meðal sýningargesta. Alls voru sýndir 53 hrútar. Full-
orðnu lirútarnir vógu að meðaltali 106,6 kg eða 10,2 kg
meira en jafnaldrar þeirra annars staðar í héraðinu, og
voru jafnframt þcir þyngstu í sýslunni. Veturgömlu lirút-
arnir voru 1,1 kg þyngri en jafnaldrar þeirra. Af 35 hrút-
um 2ja vetra og eldri lilutu 19 I. verðlaun eða 53,4%, en
af 18 veturgömlum hlutu 3 I. verðlaun eða 16,7%. Beztir
af veturgömlu hrútunum voru Snær Kolbeins í Eyhildar-
holti, sem er lágfættur með afbragðs bak-, mala- og læra-
hold, Sopi Magnúsar í Ási, allgóð kind, en allur grófari
og holdminni en Snær, og Blesi Leifs í Keldudal, sem er