Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 99
SKÝKSLUR STARFSMANNA
71
inni notkun raforku til plöntulýsingar, er hár stofn-
kostnaður lýsingarkerfa, sem stafar að nokkru af háum
tollum á dýra ljósgjafa og lýsingarbúnað, mikill uppsetn-
ingarkostnaður og svo stórkostlega hækkað verð raforku.
Má geta þess, að afgangs næturorka, sem í byrjun s. 1. árs
var seld á 0,70 kr. kw. var í árslok komin í 2,14 kr. til
plöntulýsingar.
Ljósmagnið í skammdeginu er sá þáttur, sem takmark-
ar vöxt jurta, en meðan þetta ástand ríkir, er ekki að
vænta, að veruleg breyting eða þróun eigi sér stað á
þessu sviði.
Ég annaðist fjölda matsgerða vegna skcmmdrar og gall-
aðrar vöru á liðnu ári. Mest af þessum varningi voru
laukar og hnýði og ýmsar lifandi plöntur, sem komu er-
lendis frá, og liöfðu skennnzt í flutningi. Það er oft liend-
ingarkennt, hvernig meðferð slíkur vamingur sætir, og
því oft um verulegt tjón að ræða. Ég fylgdist með flokk-
un garðyrkjuafurða lijá S. F. G. á liðnu ári, einkum
flokkun tómata og gúrkna.
Framan af ári var veður yfirleitt milt hér á sunnan-
verðu landinu, en birta liins vegar í algjöru lágmarki, og
átti þetta ekki sízt við mánuðina fehrúar, marz, apríl og
maí að nokkm leyti. Þetta kom fram í því, að afurðir
komu mun seinna á markað en telst eðlilegt, og einnig
vom gæði uppskeru lakari en í meðalári framan af upp-
skerutíma. Hins vegar var mjög sólríkt yfir hásumarið,
og hafði það mjög jákvæð álirif á uppskerumagn og gæði
fram eftir sumri og hausti. Blómaræktin varð ekki síður
fyrir áhrifum af hinum löku birtuskilyrðum framan af
árinu. Varð uppskera afskorinna blóma vemlega undir
meðallagi fyrri liluta árs, liins vegar var hásumarið og
liaustið með allra bjartasta móti. Kom þetta m. a. fram
í því, að haustuppskera af rósum entist með lengsta
móti og hlómgæði voru sömuleiðis með því bezta, sem
gerist. Þetta hafði liins vegar einnig þau áhrif, að magn
afskorinna blóma á liðnu liausti varð með mesta móti