Búnaðarrit - 01.01.1975, Blaðsíða 368
340
BÚNAÐARRIT
frá B jarnargili í Fljótum, snotur kind, með góð bakhold.
Hængur Sigfúsar í Rauðuvík, sonur Snæs 843, er góð
kind, en tæplega nógu þykkholda á baki.
Af tveggja vetra hrútum var Kóngur Árinanns í Syðri-
Haga talinn beztur, sonur Snæs 843, þungur miðað við
stærð, jafnvaxinn með góð læri. Ljómi Ásólfs á Hellu og
Sómi Gústafs í Brimnesi, ættaður frá Efstalandskoti,
voru næstir.
Af eldri hrútum voru taldir beztir: Vestri Sigfúsar í
Rauðuvík, frá Hálsi í Dalvíkurlireppi, sonur Dropa 810,
framúrskarandi jafnvaxinn og barðholda kind og rækt-
arlegur, Þór Snorra á Krossum, ættaður frá Göngustöðum,
afbragðs lirútur, með mjög góðan afturpart, og Spakur
Ásólfs á Hellu, ættaður frá Hlíð, Svarfaðardal, með kúpt
og boldmikið bak, afbragðs mala- og læraliold sem og
margir aðrir Þokkasynir frá Hlíð.
SvarfaSardalshreppur. Sýningarnar voru tvær, allvel
sóttar, og voru sýndir 67 lirútar. Reyndist þungi þeirra
fullorðnu rétt ofan við héraðsmeðaltalið, en veturgömlu
hrútarnir voru 4,8 kg léttari en jafnaldrar þeirra annars
staðar í héraðinu. Af 46 Iirútum 2ja vetra og eldri lilutu
20. I. verðlaun eða 43,5%, en af 21 lirút veturgömlum
hlutu 3 I. verðlaun eða 14,3%. Af veturgömlum hrútum
voru heztir: Fálki Yngva á Bakka, ættaður frá Á. Ó.,
Dalvík, lágfættur, mókrúnóttur naggur, klettþungur og
samanrekinn og skákaði liann mörgum háfættu tröll-
unum jafnöhlrum sínum með þunga og holdsemi, og
Bægi Þorgilsar á Sökku, ættaður frá Syðri-Bægisá, hold-
mikill, með góða bringubyggingu.
Af 2ja vetra hrútum voru beztir: Brúsi Þorgilsar á
Sökku, ættaður frá Völlum, holdmikill og jafnvaxinn,
prúð kind, Hreiðar Félagsbúsins að Grund, ættaður frá
Hreiðarsstaðakoti, bollangur með mikinn brjóstkassa og
lioldgóður, og Sauður Sauðfjárræktarfélagsins, ættaður frá
Y. G., Ólafsfirði, lágfættur, samanrekinn holdalinaus,
klettþungur. Væri gott, að Svarfdælingar notuðu hann