Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 43
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
15
bjömsson, Gilsárteigi, flutti ágæta yfirlitsræðu um til-
(lrög að stofnun búnaðarsambandsins og ágrip af sögu
þess. Margir aðrir af bcimamönnum tóku til máls. Bún-
aðarmálastjóri flutti ávarp, þakkaði boðið, flutti kveðju
frá formanni, Ásgeiri Bjarnasyni, og afbenti afmælisgjöf
frá Búnaðarfélagi Islands, áletraða gjörðabók í skinn-
bandi. Þeir Hjörtur E. Þórarinsson og Einar Ólafsson
ávörpuðu einnig samkvæmið. Þessa daga var Fljótsdals-
hérað í sínu fegursta skarti, enda sólskin og eindæma
blýviðri.
Að Breiðabliki flutti formaður Búnaðarsambands Snæ-
fellinga, Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, snjalla yfir-
litsræðu um störf búnaðarsambandsins. Ásgeir Bjarna-
son flutti ávarp, þakkaði boðið, flutti kveðjur frá með-
stjórnendum sínum og búnaðarmálastjóra og aflienti bún-
aðarsambandinu gjöf frá Búnaðarfélagi Islands, áletraða
gjörðabók í skinnbandi.
Þá mætti stjórnin öll ásamt búnaðarmálastjóra á aðal-
fundi NBC, sem haldinn var á Akureyri dagana 1. og 2.
júlí.
Þá sátu þeir Ásgeir Bjarnason og Hjörtur E. Þórarins-
son aðalfund Sambands eigenda íslenzkra liesta í Evrópu,
er lialdinn var að Hólum í Hjaltadal 12. júlí. Búnaðar-
félag Islands bauð fundargestum til kvöldverðar að Hól-
um, þar sem formaður Búnaðarfélags Islands flutti ávarp
og afhenti einum gestanna, dr. Ewald Isenbúgel frá Zúricli
í Sviss, verðlaun úr Iieiðursverðlaunasjóði félagsins, sér-
stakt merki, hannað af Ilalldóri Péturssyni og smíðað af
ICjartani Ásmundssyni, ásamt skrautrituðu skjali fyrir
forystu í félagsmálum um málefni íslenzka bestsins í
Evrópu. Ilann liefur verið formaður Sambands eigenda
íslenzkra liesta í Evrópu, síðan Búnaðarfélag Islands beitti
sér fyrir stofnun þess 1969.
Formanni Búnaðarfélags Islands og búnaðarmálastjóra
var boðið að sitja aðalfund Stéttarsambands bænda, er
haldinn var að Laugum í Reykjadal 29. og 30. ágúst. Þá