Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 264
236
BUNAÐARRIT
Nokkurn skugga bar á híð góða vor, að allvíða komu
tiín kalin undan svellum vetrarins, sem lengst liöfðu
legið eða frá því í nóvember-desember fram á útmánuði.
Víðast héldu bændur þó, er svellin leysti, að jörðin kæmi
óskemmd undan þeim, því liún var græn að lit, en fáum
dögum síðar fölnaði græni liturinn og stór svæði túnanna
urðu brún. Mest bar á þessu á flatlendistúnum á Snæ-
fellsnesi, sums staðar í Borgarfirði, á Suður- og Suðaustur-
landi. Um tíma óttuðust bændur uppskerubrest af völd-
uin kalsins, en vegna mildrar veðráttu eftir að snjóa
leysti náðu hin kölnu tún sér furðu vel, þótt víða vantaði
mikið á, að þau gæfu fulla uppskeru. Vorstörf voru víða
unnin snemma, t. d. sáning kartaflna, en vegna anna
komst þó áburður ekki alls staðar nógu snemma á tún
til að nýta til fulls liina bagstæðu vorveðráttu.
Gert var ráð fyrir, að sláttur liæfist með allra fyrsta
móti, en svo varð ekki nema á stöku stað. Ymislegt olli
því. Spretta varð liægari í júní en búizt hafði verið
við, einkum þar sem seint var borið á, því að þá var svalt
marga daga og úrkomusamt. Margir drógu að liefja slátt
vegna lirkomu. Fjöldi bænda hófu slátt í síðustu viku
júní og fyrstu viku júlí.
Veðurstofan segir að sumarmánuðirnir júlí, ágúst og
september liafi verið fremur kaldir, júlí aðeins undir
meðallagi, ágúst 0,5—1,0° C undir og september 2—3° C
undir meðallagi. Samt telja bændur víðast bvar á landinu
sumarið bafa verið sérlega gott. Á Norðaustur- og Austur-
landi var þó heyskapartíð mjög erfið sakir mikilla úrfella
eftir að nokkuð kom fram í júlí og fram á haust. Aðeins
þeir, sem fyrst bófu beyskap í þessum landshluta, náðu
nokkru verulegu heymagni fyrirliafnarlítið og vel verk-
uðu. Á vesturhluta landsins allt austur í Suður-Þingeyjar-
sýslu og Skaftafellssýslu lék veðráttan við bændur svo,
að bey náðust þar víðast livar prýðilega verkuð, en of
lítil þar, sem kalskemmdir voru. Svo einstök voru góð-
viðrin, að mjög óvíða komu frost til skaða fyrir kartöflu-