Búnaðarrit - 01.01.1975, Side 374
346
BÚNAÐARRIT
18,8%. Af 1 v. hrútum var beztur Kóngur Bátsson 830
Þorvaldar á Þrastarstöðum. Kóngur er mjög bakbreiður
og lioldgóður, bringulag tæplega nógu gott og vantar
lioldfyllingu aftan í malir. Svanur Stefáns á Hlíðarenda,
ættaður frá Brekkukoti, er þungur miðað við stærð og hef-
ur góð bak- og malahold, en er tæpari í lærum. Prímus
Magnúsar í Brekkukoti er allur grófari, en liefur góð
hold og xitlögur. Af 8 brútum 2ja vetra hlutu 2 I. verð-
laun, báðir frá Sigurði á Hofi, Glaður, ættaður frá Brúna-
stöðum, er bakbreiður og lioldgóður, en tæpur í lærum,
*-og Dropi Dropason 810 er þungur og bollangur með góð
hold, en grófur.
Af eldri hrútunum var beztur Þeli Hnallsson 816 Ingi-
bjargar á Hlíðarenda, ættaður frá Smiðsgerði. Þeli er
þróttlegur með framúrskarandi bak-, mala- og lærabold,
en liefur grófa ull. Nubbur Lofts á Melstað, ættaður frá
ICrossi, er fremur bolstuttur, en holdgóður, lágfættur með
ágæt læri. Bjartur Sigurðar á Hofi, ættaður frá Kvíabekk,
er góð kind, en vantar þó í læri.
Frá fjáreigendum á Hofsósi voru aðeins sýndir 4 brútar,
og lilaut einn þeirra I. verðlaun, Haddi Jóbannesar Páls-
sonar. Haddi er þungur, en tæplega nógu bakbreiður, og
grófur um herðar.
Hólahreppur. Sýningin var sæmilega sótt, alls sýndir
48 lirútar. Þeir fidlorðnu voru 1,2 kg þyngri og vetur-
gamlir 3,0 kg þyngri en jafnaldrar þeirra í héraðinu. Af
30 brútum 2ja vetra og eldri blutu 6 I. verðlaun eða
20,0%, en af 18 veturgömlum lilutu 3 I. verðlaun eða
16,7%. Beztur var Öðlingur Páls í Smiðsgerði, ættaður
frá Karlsstöðum. Hann er bollangur með góð liold og
ágæta bringu. Bylur Jóns á Ingveldarstöðum er með
grannan liaus, góð bak- og lærahold, en tæplega nógu
lioldfvlltur á mölum og aðeins krappur fram. Ilann mætti
á liéraðssýningunni í stað Öðlings, sem ekki var sýndur.
Bátur Bátsson 830 Péturs í Neðra-Ási er fríð kind með
breitt bak, en knappur um brjóst. Af 9 hrútum 2ja vetra