Búnaðarrit - 01.01.1975, Blaðsíða 268
240
BUNAÐARRIT
hross, 839 gyltur og geltir, 4996 grísir, 169.769 varpliænur,
59.625 aðrir alifuglar og 12.055 minkar. 1 ársbyrjun 1975
var bústofn landsmanna 66.530 nautgripir, þar af 37.087
mjólkurkýr, 863.638 sauökindur, þar af 708.703 ær, 44.330
liross, 1.071 gyltur og geltir, 5888 grísir, 161.224 varpliæn-
ur, 73.165 aðrir alifuglar, aðallega holdakjúklingar, og
10.050 minkar. Á árinu fækkaði nautgripum um 1,2%, þó
fjölgaði mjólkurkúm um 0,3%, sauðfé fjölgaði um 2,1%,
lirossum 5,8%, svínum 19,3% og alifuglum 2,2%, en
minkum fækkaði um 16,7%.
Innvegin mjólk til mjólkursamlaganna 1974 var
115.964.279 kg eða 3,0% meiri en 1973. Slátrað var í
slátursúsum 907.513 kindum baustið 1974, 828.090 dilk-
um og 79.423 kindum fullorðnum. Er það 48.800 kindum
fleira en slátrað var 1973 eða 5,7%, og er það meiri sauð-
fjárslátrun en nokkru sinni fyrr. Meðalfall dilka reyndist
nú 14,21 kg eða 0,73 kg léttara en 1973. Lauslega áætlað
nemur skaðinn fyrir bændur af því, live sláturfé var nú
rýrara en 1973, um 200 milljónum króna. Þessi vænleika-
munur dilka milli áranna 1973 og 1974 orsakast án efa
af því, bve grös trénuðu snemma s. 1. haust, en Jieir,
sem liöfðu grænfóður eða áborna liá til haustbeitar fyrir
sláturfé, náðu vænleikanum upp. Kindakjötsframleiðslan
varð nú 13.501 smálest eða aðeins 146 smálestum eða
1,1% meiri en 1973, þrátt fyrir að 48.000 fleiri kindum
væri nú slátrað. Samkvæmt skýrslum Framleiðsluráðs
landbúnaðarins var slátrað 27.088 nautgripum í slátur-
liúsum á árinu 1974, Jiar af 6.111 kýr, 11.073 kálfar yngri
en 3 mánaða og 9.904 alikálfar og geblneyti á ýmsum
aldri. Nautgripakjötsframleiðslan nam 2.487 smálest-
um eða 13,9% meiru en 1973. Allmörgum nautgripum,
bæði ungkálfum og eldri, mun slátrað utan sláturbús-
anna og koma Jiví ekki fram á skýrslum Framleiðsluráðs.
Framleiðsla svína- og alifuglakjöts fer vaxandi ár frá
ári, en ekki liggja fyrir nákvæmar skýrslur um fram-
leiðslumagn þessara kjöttegunda. Hrossakjötsframleiðsla