Búnaðarrit - 01.01.1975, Side 249
BÖNAÐARPING
221
Búnaðarþing lýsir ánægju sinni með það, sem áunnizt
hefur á sviði holdanautaræktar í landinu, svo sem með
hyggingu sóttvarnarstöðvar í Hrísey vegna áformaðs inn-
flutnings á sæði úr Gallowaynautum, væntanlegum af-
kvæmarannsóknum á holdanautum Iívanneyrarstöðvar-
innar, sem framkvæmdar verða á Austurlandi, og nýjum
kjötmatsreglum í framkomnu nefndaráliti.
Þá metur þingið áhuga Búnaðarsambands Austurlands
á þessum málum, hæði fyrr og síðar, og tekur undir
livatningu þess til bænda, að þeir taki upp virka sam-
vinnu við ráðunauta um þessi efni.
Þingið getur hins vegar ekki fallizt á það sjónarmið, að
tímabært sé, að svo stöddu, að leitað sé eftir innflutningi
á sæði úr öðrum holdanautakynjum, né lieldur, að liafnar
séu lilraunir með lireinan holdanautabúskap. Ber þar
einkum tvennt til: annars vegar, að sáralítil reynsla er
enn fengin af holdanautarækt í landinu og hún eingöngu
stunduð sem liliðarbúgrein með mjólkurframleiðslu, og
hins vegar, að mikil óvissa ríkir í markaðsmálum, livað
nautakjöt snertir. Á það má einnig benda, að lagabreyt-
ingu þarf til, ef flytja á inn sæði lir öðrum búfjárkynj-
um en Galloway, svo og, að á þeim tíma, er ákveðinn
var innflutningur á Gallowaysæði, var það samhljóða álit
sérfióðra manna, að það kyn myndi lienta vel við íslenzkt
náttúrufar og falla vel að íslenzka kúastofninum með til-
liti til einblendingsræktar. Þykir rétt, að reynsla skeri
úr um það, áður en lagt er til, að fram fari innflutningur
annarra kynja. En þar sem þessi tiltöhilega nýja búgrein
er enn mjög í mótun og ekki með öllu víst, í hvem farveg
hún fellur innan íslenzkrar biivöruframleiðslu, er nauð-
syn á, að vel sé fylgzt með þróun liennar, og því felur
þingið Búnaðarfélagi Islands og ráðunautum þess í naut-
griparækt að vera vel á verði og hafa jafnan glögga yfir-
sýn um, livað gerist í þessum málum, svo að unnt sé með
sem skjótustum hætti að hefjast handa um framkvæmdir,